Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. apríl 2014 18:35
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikar - B-deild: Austfjarðarslagur í úrslitum
Tommy Nielsen skoraði fyrir Fjarðabyggð í dag.
Tommy Nielsen skoraði fyrir Fjarðabyggð í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Baldur Smári Elfarsson (til vinstri) skoraði þrennu fyrir Fáskrúðsfirðinga.
Baldur Smári Elfarsson (til vinstri) skoraði þrennu fyrir Fáskrúðsfirðinga.
Mynd: Fótbolti.net - Anton Ari Einarsson
Ljóst er að það verður Austurlandsslagur í úrslitum B-deildar Lengjubikars karla. Undanúrslitin fóru fram í dag og unnu útiliðin þar sigra.

Fjarðabyggð heimsótti Breiðholtið og sótti sigur. ÍR fór illa að ráði sínu í fyrri hálfleik og klúðraði nokkrum dauðafærum. Fjarðabyggð skoraði svo tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik.

Fyrst fékk Brynjar Jónasson frábæra sendingu Hákons Þórs Sófussonar og kláraði vel en Brynjar er hjá Fjarðabyggð á lánssamningi frá FH. Tommy Nielsen skoraði svo með skalla eftir horn.

Fjarðabyggð komst upp í 2. deildina í fyrra en liðið mun í úrslitum mæta Leikni Fáskrúðsfirði sem leikur í 3. deildinni. Leiknismenn gerðu sér lítið fyrir og slátruðu Völsungi á Húsavík þar sem Baldur Smári Elfarsson skoraði þrennu.

Áætlað er að úrslitaleikurinn verði á sunnudag.

ÍR 0 - 2 Fjarðabyggð
0-1 Brynjar Jónasson ('52)
0-2 Tommy Nielsen ('54)

Völsungur 1 - 6 Leiknir F.
0-1 Baldur Smári Elfarsson ('16)
0-2 Juan Miguel Munos Rodriguez ('21)
0-3 Björgvin Stefánsson ('23)
0-4 Baldur Smári Elfarsson ('38)
0-5 Baldur Smári Elfarsson ('56)
1-5 Rafnar Smárason ('81)
1-6 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner