banner
   fim 24. apríl 2014 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar C-deild: Berserkir og Víðir mætast í úrslitum
Arnar Þórarinsson skoraði fyrir Berserki
Arnar Þórarinsson skoraði fyrir Berserki
Mynd: Pétur Kjartan Kristinsson
Undanúrslit C-deildar Lengjubikars karla fóru fram í kvöld en ljóst er að Berserkir og Víðir mætast í úrslitum.

Berserkir unnu KFG með þremur mörkum gegn engu. Arnar Þórarinsson kom Berserkjum yfir áður en Kári Einarsson bætti við öðru marki. Marteinn Briem skoraði þá þriðja og síðasta marka leiksins og tryggði þar með farseðilinn í úrslitaleikinn.

Það var töluvert meiri spenna er Víðir og Álftanes mættust. Ísak Örn Þórðarson kom Víði yfir strax á 15. mínútu áður en Magnús Ársælsson jafnaði metin þremur mínútum síðar. Ísak kom Víði yfir undir lok fyrri hálfleiks með góðu marki.

Andri Janusson jafnaði metin tveimur mínútum síðar og jafnt í hálfleik. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og þurfti því að fara með leikinn í framlengingu þar sem ekkert var skorað.

Víðir hafði betur í vítaspyrnukeppni, 4-3 og mætir liðið því Berserserkjum í úrslitum en sá leikur fer fram á sunnudaginn klukkan 14:00 en ekki er komið á hreint hvar hann fer fram.

Úrslit og markaskorarar:

Berserkir 3-0 KFG
1-0 Arnar Þórarinsson
2-0 Kári Einarsson
3-0 Marteinn Briem

Víðir 2-2 Álftanes (4-3 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Ísak Örn Þórðarson ('15 )
1-1 Magnús Ársælsson ('18 )
2-1 Ísak Örn Þórðarson ('40 )
2-2 Andri Janusson ('42 )
Athugasemdir
banner
banner