fim 24. apríl 2014 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Mynd af Mourinho notuð sem sönnunargagn í morðmáli
Jose Mourinho er á öllum stöðum.
Jose Mourinho er á öllum stöðum.
Mynd: Getty Images
Mafíuforinginn Cesare Pagano fannst sekur um að hafa myrt Carmine Amoruso þann 5. mars árið 2006 en málið hefur veið tekið upp að nýju, átta árum síðar, þar sem það fannst mynd af Amoruso með Jose Mourinho á Spáni, sama dag og hann var myrtur.

Tvö vitni sem sögðust hafa séð Pagano drepa Amoruso voru ástæða þess að Pagano var dæmdur í fangelsi á Ítalíu.

Málið hefur verið tekið upp að nýju eftir að mynd birtist af Mourinho og Amoruso í góðum gír á Spáni en sama dag átti Pagano að hafa drepið hann á Ítalíu.

Vikuna sem Amoruso var myrtur mætti Chelsea liði Barcelona á Spáni í Meistaradeild Evrópu en Amoruso ferðaðist þá til Spánar til þess að horfa á leikinn og hitta leikmenn þess.

Ljóst er að Amoruso gat ekki verið á tveimur stöðum í einu og verður því áhugavert að fylgjast með framvindu mála.

Amoruso er vinstra megin á báðum myndunum sem hægt er að skoða hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner