Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. apríl 2014 12:45
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo með fjóra lífverði á HM
Cristiano Ronaldo skaut Portúgal á HM.
Cristiano Ronaldo skaut Portúgal á HM.
Mynd: Getty Images
Það eru 49 dagar þar til flautað verður til leiks á HM í Brasilíu. Dagblaðið Lance opinberaði í dag nokkrar beiðnir frá þátttökuliðum á mótinu.

Liðin vilja meira en háhraða internet og mat.

- Kóraninn veður að vera á öllum hótelherbergjum Alsír.

- Síle vill ný rúm á öllum herbergjum og flatskjái.

- Öll herbergi á hóteli Ekvador þurfa að hafa bananaskál með bönunum frá Ekvador.

- Kólumbía hefur beðið Sao Paulo um 15 yngri flokka leikmenn til að taka þátt í æfingum.

- Úrúgvæ vill hljóðlátt loftræstikerfi í herbergjum.

- Frakkland hefur vakið athugli á því að margir leikmenn liðsins eru múslimar og mega ekki borða dýr sem þjáðust þegar þeim var slátrað.

- Hondúras hefur beðið um sex spænskar sjónvarpsstöðvar.

- Japan vill hafa heitan pott í hverju herbergi.

- Ástralía vill mikið úrval af dagblöðum frá ýmsum heimshornum.

- Sviss vill svissneskar sjónvarpsstöðvar.

- Portúgal vill sex öryggisverði. Fjórir af þeim munu líta eftir Cristiano Ronaldo.
Taktu þátt í HM-umræðunni á Facebook! Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook þar sem oft skapast líflegar umræður um boltann.
Athugasemdir
banner
banner
banner