banner
   fös 24. apríl 2015 08:00
Daníel Freyr Jónsson
Chelsea lýkur tímabilinu með ferð til Ástralíu
Mynd: EPA
Búist er við því að Chelsea staðfesti á næstu dögum stutt ferðalag til Ástralíu sem farðin verður eftir lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Verðandi meistararnir munu þar spila vináttuleik gegn Sydney FC. Leikurinn verður spilaður á ANZ leikvanginum sem tekur 83.500 manns í sæti.

Chelsea stefnir hraðbyri að Englandsmeistaratitlinum. Liðið hefur 10 stiga forystu þegar 18 stig eru eftir í pottinum, en með sigri á Arsenal um helgina verður titillinn svo víst sem eign Lundúnarliðsins.

Búast má við að stórstjörnur muni vanta í lið Chelsea í Ástralíu þar sem stutt verður í landsleikjaverkefni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner