fös 24. apríl 2015 05:55
Daníel Freyr Jónsson
England um helgina - Ofursunnudagur
Hazard skoraði sigurmark Chelsea gegn United um síðustu helgi.
Hazard skoraði sigurmark Chelsea gegn United um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Fagnar Henderson nýjum samningi með sigri?
Fagnar Henderson nýjum samningi með sigri?
Mynd: Getty Images
Það er farið að styttast í annan endann í ensku úrvalsdieldinni og eru einungis fimm umferðir eftir af þessari skemmtilegustu deild í heimi.

Umferðin um helgina býður upp á marga áhugaverða leiki, og verður sá fyrsti strax í hádeginu á morgun þegar Tottenham ferðst suður og mætir Southampton.

Liverpool féll úr FA-bikarnum um síðustu helgi en getur komist á beinu brautina á ný þegar liðið mætir WBA á útivelli á morgun. Lokaleikur dagsins er svo viðureign Manchester City og Aston Villa.

Á sunnudag fara svo tveir stórleikir fram. Chelsea sett aðra hönd á titilinn um helgina þegar liðið mætir Arsenal. Chelsea er með 10 stiga forystu á Arsenal og er ljóst að með sigri verður titillinn vís fyrir þá bláklæddu.

Fyrir þann leik mætast Everton og Manchester United í hörkuleik á Goodison Park.

Laugardagur:
11:45 Southampton - Tottenham Beint á Stöð 2 Sport 2
14:00 Burnley - Leicester
14:00 Newcastle - Swansea Beint á Stöð 2 Sport 3
14:00 Crystal Palace - Hull Beint á Stöð 2 Sport 6
14:00 QPR - West Ham Beint á Stöð 2 Sport 4
14:00 WBA - Liverpool Beint á Stöð 2 Sport 2
14:00 Stoke - Sunderland Beint á Stöð 2 Sport 5
16:30 Manchester City - Aston Villa Beint á Stöð 2 Sport 2

Sunnudagur:
12:30 Everton - Manchester United Beint á Stöð 2 Sport 2
15:00 Arsenal - Chelsea Beint á Stöð 2 Sport 2
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner