Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 24. apríl 2015 09:05
Elvar Geir Magnússon
Henderson reynir að fá Sterling til að skrifa undir
Powerade
Henderson vill fá Sterling til að rita nafn sitt á blað.
Henderson vill fá Sterling til að rita nafn sitt á blað.
Mynd: Getty Images
Á óskalista West Ham.
Á óskalista West Ham.
Mynd: Getty Images
Klukkan 10 verður dregið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og fylgjumst við að sjálfsögðu grannt með því! En meðan beðið er eftir drættinum þá kíkjum við í ensku slúðurblöðin en BBC tók saman að vanda.

Jordan Henderson (24) miðjumaður Liverpool hefur beðið liðsfélaga sinn, Raheem Sterling (20) um að fylgja fordæmi sínu og skrifa undir nýjan samning við félagið. (Liverpool Echo)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segist geta náð velgengni á Anfield ef hann fær „réttu verkfærin" og segir að félagið verði að vera öflugt á leikmannamarkaðnum í sumar. (Daily Express)

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segir að þýska félagið vilji framlengja samning knattspyrnustjórans Pep Guardiola sem er á óskalista Manchester City. (Times)

City gæti snúið sér að Carlo Ancelotti, þjálfara Real Madrid, en framtíð Ítalans hjá spænsku risunum veltur á því hvort hann nái að vinna Meistaradeildina annað árið í röð. (Sun)

Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, mun reyna að fá Jake Livermore (25) ef Hull City fellur úr úrvalsdeildinni. (Daily Mirror)

Chelsea fær samkeppni frá Juventus um miðjumanninn Giannelli Imbula (22) hjá Marseille sem metinn er á 25 milljónir punda. (TalkSport)

Chelsea íhugar að fara að fordæmi Tottenham og ferðast til Ástralíu til að spila vináttuleik gegn Sydney FC eftir tímabilið. (Evening Standard)

Alan Pardew, stjóri Crystal Palace, vísar því á bug að félagið ætli að reyna að fá Tim Krul (27) markvörð Newcastle. (Sky Sports)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki talað neitt við Cesc Fabregas (27) síðan Spánverjinn kom aftur til Englands og gekk í raðir Chelsea. (Daily Telegraph)

Wenger sér eftir því að hafa látið Fabregas af hendi þegar hann gekk í raðir Barcelona 2011. (Independent)

Manchester United og Paris St-Germain hafa áhuga á Wesley Sneijder (30), miðjumanni Galatasaray. (Metro)

Markvörðurinn Hugo Lloris er ánægður hjá Tottenham þrátt fyrir sögusagnir um að hann vilji yfirgefa félagið til að spila í Meistaradeildinni. (ESPN)

Newcastle er tilbúið að færa vængmanninum Andre Ayew (25) hjá Marseille bitastæðan fjögurra ára samning til að fá hann til að koma til félagsins frekar en að fara til Everton, Liverpool eða Swansea. (Daily Mirror)

Tony Pulis, stjóri West Brom, segist þreyttur á að vera þekktur sem stjóri sem sérhæfir sig í að bjarga liðum frá falli. Hann hefur aldrei fallið á stjóraferli sínum. (Daily Telegraph)

West Ham vill fá Javier Hernandez (26) sóknarmann Manchester United. Hernandez er á láni hjá Real Madrid. West Ham vill hrista upp í leikmannahópi sínum. (Daily Mail)

David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, telur að Marouane Felliani hafi þjáðst á síðasta tímabili því hann fékk ekki traust eftir að félaginu mistókst að kaupa aðra leikmenn. (Daily Express)

West Ham hefur tilkynnt Moyes að félagið vilji helst fá hann til að taka við stjórnartaumunum eftir tímabilið en líklegt er að Stóri Sam Allardyce verði rekinn. (Daily Telegraph)

John Carver stjóri Newcastle hefur beðið stuðningsmenn að flykkjast á bak við liðið á lokaspretti tímabilsins. Hann segir að komandi leikur gegn Swansea sé „úrslitaleikur HM" fyrir félagið. (Guardian)

Á skrifstofum Manchester United eru menn bjartsýnir á að Memphis Depay verði fyrstu sumarkaup félagsins. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner