fös 24. apríl 2015 13:45
Elvar Geir Magnússon
„Leikstíll Simeone of neikvæður fyrir Arsenal og Man Utd"
Mynd: Getty Images
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, er talinn einn besti þjálfari Evrópu eftir að hann stýrði liðinu til sigurs í spænsku deildinni í fyrra og skákaði þar með Barcelona og Real Madrid.

Það er gríðarleg ákefð í baráttuglöðu liði Atletico en liðið féll naumlega úr leik í Meistaradeildinni á miðvikudag, gegn Real Madrid.

Eftir leikinn sagði Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports, að hann teldi að lið á borð við Arsenal, Manchester City og Manchester United hefðu ekki áhuga á þjónustu hans vegna neikvæðs leikstíls.

Sjáðu umræðuna í myndbandinu hér að neðan:


Athugasemdir
banner
banner
banner