fös 24. apríl 2015 12:15
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Vals: Ungur miðvörður
Orri Sigurður Ómarsson við undirskrift.
Orri Sigurður Ómarsson við undirskrift.
Mynd: Valur
Patrick Pedersen með boltann.
Patrick Pedersen með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Þá skoðum við líklegt byrjunarlið í upphafi móts. Valsmönnum er spáð fjórða sætinu, sæti ofar en liðið hafnaði í fyrra.



Ingvar Þór Kale kom til Vals frá Víkingi í vetur. Ingvar og Anton Ari Einarsson hafa skipst á leikjum í vetur en sá síðarnefndi hirti markmanns stöðuna af Fjalari Þorgeirssyni undir lok síðasta tímabils. Líklegt er þó að Ingvar byrji mótið.

Andri Fannar Stefánsson hefur verið hægri bakvörður á undirbúningstímabilinu en hann hefur oftast leikið á miðjunni á ferli sínum. Baldvin Sturluson gæti einnig spilað í bakverðinum en hann hefur verið mikið meiddur í vetur. Varnarmaðurinn ungi Orri Sigurður Ómarsson kom til Vals frá AGF í vetur og hann verður í hjartanu ásamt Þórði Steinari Hreiðarssyni. Í vinstri bakverðinum er Bjarni Ólafur Eiríksson á sínum stað.

Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson leiðir Valsliðið á miðjunni og við hlið hans verður líklega Einar Karl Ingvarsson. Fyrir framan þá verður Kristinn Freyr Sigurðsson en hann er í banni í fyrsta leik. Iain Williamson veitir samkeppni á miðjunni og hann gæti byrjað fyrsta leik í fjarveru Kristins.

Sigurður Egill Lárusson og Andri Adolphsson hafa verið á köntunum en Andri kom frá ÍA í vetur. Patrick Pedersen verður frammi en þessi knái Dani stóð sig vel í Pepsi-deildinni í fyrra þrátt fyrir að vera mikið frá keppni vegna meiðsla. Haukur Ásberg Hilmarsson, Daði Bergsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Ragnar Þór Gunnarsson geta einnig leyst fremstu þrjár stöðurnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner