Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 24. apríl 2015 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Young kannast ekki við að hafa fengið fuglaskít upp í sig
Ashley Young skilur ekki alveg hvernig fólk heldur að hann hafi fengið fuglaskít upp í sig.
Ashley Young skilur ekki alveg hvernig fólk heldur að hann hafi fengið fuglaskít upp í sig.
Mynd: Getty Images
Ashley Young, leikmaður Manchester United á Englandi, kveðst ekki hafa fengið fuglaskít upp í munninn gegn Swansea í byrjun leiktíðar en óhætt er að segja að atvikið hafi verið eftirminnilegt.

Young hefur verið magnaður undir stjórn Louis van Gaal, stjóra liðsins, undanfarið en hann var keyptur til félagsins árið 2011.

Fram að þessari leiktíð hefur hann ekki staðist þær kröfur sem gerðar voru til hans en frammistaða hans á þessari leiktíð hefur verið mögnuð.

Hann lenti í óheppilegu atviki gegn Swansea í byrjun leiktíðar en þá skeit fugl upp í munn hans og náðist það á einhvern ótrúlegan hátt á myndskeið.

Young ræddi við Guardian um atvikið en hann segist ekkert kannast við þetta og blæs á þær sögur að fugl hafi skitið í munn hans.

„Ég staðfest það að þetta var ekki fuglaskítur, það er 100%. Ég væri þó afskaplega mikið til í að vita hver setti þetta myndband á netið og hvernig þeir gerðu það. Ég hefði líka viljað sjá viðbrögðin frá mér," sagði Young.
Athugasemdir
banner
banner
banner