Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 24. apríl 2016 16:04
Óðinn Svan Óðinsson
Lengjubikarinn: Grótta B-deildarmeistari eftir vítakeppni
Orri Hjaltalín skoraði tvö
Orri Hjaltalín skoraði tvö
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni 4 - 4 Grótta
1-0 Lars Óli Jessen (‘4)
1-1 Jóhannes Hilmarsson (´6)
1-2 Viktor Smári Segatta (’29)
2-2 Kristinn Þór Rósbergsson (’43)
2-3 Brynjar Steinþórsson (’63)
2-4 Viktor Smári Segatta (’79)
3-4 Orri Freyr Hjaltalín (´86)
4-4 Orri Freyr Hjaltalín (´92)

Úrslitaleikur B deildar Lengjubikars karla fór fram í Boganum á Akureyri í dag. Magni frá Grenivík og Grótta áttust við í ansi fjörugum leik.

Magnamenn komust snemma yfir með marki Lars Óla Jessen en Gróttumenn svöruðu með tveimur mörkum frá Jóhanni Hilmarssyni og Viktori Segatta. Markahrókurinn Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði svo leikinn áður en flautað var til hálfleiks.

Gróttumenn komu grimmir inn í seinnihálfleik og Brynjar Steinþórsson kom þeim í forustuna áður en Viktro skoraði annað mark sitt í leiknum.

Héldu þá margir að leik væri lokið í Boganum en Magnamenn gáfust ekki upp. Reynsluboltinn Orri Hjaltalín tók þá til sinna ráða og skoraði tvö mörk á síðustu 5 mínútum leiksins.

Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni til að útkljá leikinn og þar voru það Gróttu menn sem fóru með sigurinn í hreint ótrúlegum leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner