Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 24. apríl 2017 22:02
Elvar Geir Magnússon
AGF í stuði - Birni tókst ekki að skora fyrir Molde
Björn Daníel og félagar fögnuðu sigri.
Björn Daníel og félagar fögnuðu sigri.
Mynd: Getty Images
Íslendingaliðið AGF rúllaði yfir Álaborg 4-0 í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var nauðsynlegur sigur fyrir AGF sem er sem stendur í umspilssæti um fall.

Björn Daníel Sverrisson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði AGF og voru báðir teknir af velli á 82. mínútu í stöðunni 3-0.

Í Noregi gerði Molde markalaust jafntefli gegn Haugesund. Molde hefur á síðustu árum átt í miklu basli með að sækja þrjú stig til Haugesund og það varð ekki breyting á því í dag.

Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn í sókn Molde og fékk besta færi fyrri hálfleiksins. Óttar Magnús Karlsson lék síðustu 26 mínúturnar fyrir Molde.

Molde situr í 5. sæti norsku deildarinnar með 10 stig, þremur stigum á eftir toppliði Rosenborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner