banner
   mán 24. apríl 2017 22:00
Stefnir Stefánsson
Bikarinn: Tveir með þrennu fyrir Njarðvík
Theodór Guðni skoraði þrennu.
Theodór Guðni skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stál-Úlfur 1-6 Njarðvík
0-1 Theodór Guðni Halldórsson ('15)
0-2 Theodór Guðni Halldórsson ('29)
0-3 Theodór Guðni Halldórsson ('48)
0-4 Sigurður Þór Hallgrímsson ('62)
1-4 Ramunas Macezinkas ('89)
0-5 Sigurður Þór Hallgrímsson ('92)
0-6 Sigurður Þór Hallgrímsson ('94)

Stál-Úlfur og Njarðvík áttust við í Borgunarbikarnum í kvöld.
Njarðvíkingar voru töluvert sterkari aðilinn. Theodór Guðni Halldórsson kom gestunum yfir á 15. mínútu, hann var síðan aftur á ferðinni á 29. mínútu og staðan orðin 2-0 og þar við sat í hálfleik.

Theodór fullkomnaði síðan þrennu sína þegar þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Sigurður Þór Hallgrímsson tók síðan við keflinu þegar að hann skoraði á 62. mínútu leiksins.

Ramunas Macezinkas klóraði í bakkann fyrir heimamenn þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Í uppbótartímanum bætti Sigurður svo við tveimur mörkum og þar við sat, Njarðvíkingar fara því áfram í næstu umferð nokkuð þægilega 6-1. Þar sem að tveimur leikmönnum tókst að setja þrennu.

Stál-úlfur leikur í 4. deild en Njarðvík er í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner