banner
föstudagur 29. mars
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
fimmtudagur 28. mars
CHAMPIONS LEAGUE: Playoffs - Women
Barcelona W 3 - 1 SK Brann W
PSG (kvenna) 0 - 0 Hacken W
Vináttulandsleikur
Argentina U-16 2 - 3 Cote dIvoire U-16
Czech Republic U-16 1 - 2 Mexico U-16
France U-16 6 - 2 Saudi Arabia U-16
Japan U-16 2 - 1 Wales U-16
mán 24.apr 2017 12:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Gerði beinagrind vinsæla á Snapchat

Sncapchat stjörnur hafa skotist fram á sjónarsviðið undanfarin ár með því að leika alls konar karaktera. Einn leikmaður í Pepsi-deildinni var einn sá fyrsti til hasla sér völl á þessum vettvangi en Eyjólfur Héðinsson, miðjumaður Stjörnunnar, vakti mikla lukku á Snapchat fyrir nokkrum árum þegar hann var á mála hjá Midtjylland í Danmörku. Eyjólfur var mikið meiddur í Danmörku og til að létta lundina í meiðslunum þá tók hann upp skemmtileg innslög með beinagrind sem hann gaf nafnið Gissur.

,,Ég fékk fleiri og fleiri fylgjendur og það var random lið að adda mér á Snaphat til að fylgjast með Gissuri.  Við brölluðum ýmislegt saman.  Hann fór í búðina með mér og sat í kerrunni, við fórum saman á veitingastaði og meira segja á EM í handbolta.  Hann var alveg brjálaður út í dómarana þar.
,,Ég fékk fleiri og fleiri fylgjendur og það var random lið að adda mér á Snaphat til að fylgjast með Gissuri. Við brölluðum ýmislegt saman. Hann fór í búðina með mér og sat í kerrunni, við fórum saman á veitingastaði og meira segja á EM í handbolta. Hann var alveg brjálaður út í dómarana þar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þegar ég var að pakka búslóðinni til að flytja til Íslands þá ákvað ég að taka hann með.  Við leikmenn skiptumst á að vera með Stjörnu snappið og þegar ég var með það um daginn þá gróf ég Gissur upp.  Við áttum geggjaðan dag saman og Rúnar Páll talaði meðal annars um að fá hann á bekkinn sem lukkutröll.
,,Þegar ég var að pakka búslóðinni til að flytja til Íslands þá ákvað ég að taka hann með. Við leikmenn skiptumst á að vera með Stjörnu snappið og þegar ég var með það um daginn þá gróf ég Gissur upp. Við áttum geggjaðan dag saman og Rúnar Páll talaði meðal annars um að fá hann á bekkinn sem lukkutröll.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er nógu erfitt fyrir Íslendinga að tjá tilfinningar, því við erum tilfinningabæld þjóð, en hvað þá að gera það á dönsku.  Það var mjög erfitt.  Það var samt fínt að létta á sér þó að þetta hafi ekki verið neinir krísufundir.
,,Það er nógu erfitt fyrir Íslendinga að tjá tilfinningar, því við erum tilfinningabæld þjóð, en hvað þá að gera það á dönsku. Það var mjög erfitt. Það var samt fínt að létta á sér þó að þetta hafi ekki verið neinir krísufundir.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
,, Ég þroskaðist þvílíkt mikið síðustu þrjú árin og eyddi þeim ekki til einskins.  Það var örugglega lærdómsríkasti tíminn í mínu lífi.  Þegar ég horfi til baka núna þá er ég stoltur og þakklátur fyrir það sem ég gerði en auðvitað hefði maður viljað sjá þetta þróast öðruvísi.“
,, Ég þroskaðist þvílíkt mikið síðustu þrjú árin og eyddi þeim ekki til einskins. Það var örugglega lærdómsríkasti tíminn í mínu lífi. Þegar ég horfi til baka núna þá er ég stoltur og þakklátur fyrir það sem ég gerði en auðvitað hefði maður viljað sjá þetta þróast öðruvísi.“
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er full vinna að standa í þessu.  Ég er regulega hjá Friðriki Ellerti Jónssyni sjúkraþjálfara.  Ég var þrisvar í viku hjá kírópraktor en er einu sinni nuna.  Síðan er ég í jóga, nuddi og heitum pottum.  Í fyrra var ég stanslaust að gera eitthvað en núna er þetta aðeins afslappaðara.
„Það er full vinna að standa í þessu. Ég er regulega hjá Friðriki Ellerti Jónssyni sjúkraþjálfara. Ég var þrisvar í viku hjá kírópraktor en er einu sinni nuna. Síðan er ég í jóga, nuddi og heitum pottum. Í fyrra var ég stanslaust að gera eitthvað en núna er þetta aðeins afslappaðara.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef að hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í fyrra þá gat ég aðeins skýlt mér bakvið það en núna hef ég engar afsakanir. Ég kem sem allt annar leikmaður inn í sumarið núna.
„Ef að hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í fyrra þá gat ég aðeins skýlt mér bakvið það en núna hef ég engar afsakanir. Ég kem sem allt annar leikmaður inn í sumarið núna.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég sé mig ekki sem þjálfara í framtíðinni.  Mig langar að vera innan fótboltans en ég vil frekar vera þá styrktarþjálfari eða eitthvað slíkt.
,,Ég sé mig ekki sem þjálfara í framtíðinni. Mig langar að vera innan fótboltans en ég vil frekar vera þá styrktarþjálfari eða eitthvað slíkt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef áhuga á fjölmiðlum almennt.  Ég er alltaf að hlusta á útvarpið, lesa blöð og skoða fréttaveitur á netinu.  Mér finnst þetta mjög áhugavert og ég gæti vel hugsað mér að starfa á fjölmiðli.
„Ég hef áhuga á fjölmiðlum almennt. Ég er alltaf að hlusta á útvarpið, lesa blöð og skoða fréttaveitur á netinu. Mér finnst þetta mjög áhugavert og ég gæti vel hugsað mér að starfa á fjölmiðli.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér fannst vera frábær grein sem Sólrún skrifaði hjá ykkur á Fótbolta.net. Hún var spot on. Hún sagði að ungar stelpur mæta ekki á völlinn hjá konum og foreldrarnir mæta ekki. Áhuginn er lítill út af því að þær eru ekki nógu góðar í markaðssetningu eða eitthvað. Konur þurfa að breyta þessu sjálfar og skrifa um sig sjálfar.“
,,Mér fannst vera frábær grein sem Sólrún skrifaði hjá ykkur á Fótbolta.net. Hún var spot on. Hún sagði að ungar stelpur mæta ekki á völlinn hjá konum og foreldrarnir mæta ekki. Áhuginn er lítill út af því að þær eru ekki nógu góðar í markaðssetningu eða eitthvað. Konur þurfa að breyta þessu sjálfar og skrifa um sig sjálfar.“
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
,,Þegar maður þurfti aðeins að hverfa úr raunveruleikanum þá skellti maður sér til Scranton og varð hress og kátur aftur.
,,Þegar maður þurfti aðeins að hverfa úr raunveruleikanum þá skellti maður sér til Scranton og varð hress og kátur aftur.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
„Sindri Snær (Magnússon), félagi minn í ÍBV, á vinkonu sem var að læra hárgreiðslu og það vantaði módel í permanent.  Hann sló til og mér fannst hann skítlúkka.  Ég kom heim um áramótin og ákvað að gera það sama.  Þegar mest var síðasta sumar vorum við orðnir níu í klúbbnum.
„Sindri Snær (Magnússon), félagi minn í ÍBV, á vinkonu sem var að læra hárgreiðslu og það vantaði módel í permanent. Hann sló til og mér fannst hann skítlúkka. Ég kom heim um áramótin og ákvað að gera það sama. Þegar mest var síðasta sumar vorum við orðnir níu í klúbbnum.
Mynd/Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
,,Þegar ég er að gera notendanöfn í dag þá er það Gyðingurinn.  Þetta er ekki út af því að ég er nískur, umskorinn eða eitthvað.
,,Þegar ég er að gera notendanöfn í dag þá er það Gyðingurinn. Þetta er ekki út af því að ég er nískur, umskorinn eða eitthvað.
Mynd/Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég var alltaf í sjúkraþjálfun í Danmörku og var stundum í nokkra klukkutíma á dag. Einn daginn ákvað ég að taka Snapchat af beinagrind sem var þarna inni. Ég breytti röddinni og lét beinagrindina segja einhvern glataðan brandara. Þetta sló í gegn hjá félögum mínum og þeir vildu sjá meira,“ segir Eyjólfur þegar hann rifjar ævintýri Gissurar upp.

„Á endanum stal ég beinagrindinni af sjúkraþjálfaranum og ætlaði upphaflega að taka hana bara í einn dag. Beinagrindin missti hins vegar aðra hendina og ég gat ekki sett hana aftur á. Þess vegna þorði ég ekki að skila henni. Ég hélt henni heima hjá mér og hélt þessu áfram. Í rúmt ár var ég að taka upp eitthvað rugl af og til. Ég fékk fleiri og fleiri fylgjendur og það var random lið að adda mér á Snaphat til að fylgjast með Gissuri. Við brölluðum ýmislegt saman. Hann fór í búðina með mér og sat í kerrunni, við fórum saman á veitingastaði og meira segja á EM í handbolta. Hann var alveg brjálaður út í dómarana þar,“ segir Eyjólfur og hlær.

Rúnar Páll vill fá beinagrindina á bekkinn
Eyjólfur skapaði skemmtilega persónu úr beinagrindinni og Snapchat færslur hans vöktu mikla athygli.

„Þetta er karakter. Hann er drykkfelldur og smá kvennabósi. Þetta hljómar mjög súrt en þetta var mjög fyndið. Fólk var alltaf að biðja um meira og meira en þetta var orðið íþyngjandi, að þurfa alltaf að finna eitthvað nýtt. Einn daginn var ég á leið á æfingu á laugardagsmorgni og þá var Gissur útældur, búinn að míga á sig og með allt niður um sig í lyftunni. Ég henti honum bara upp í rúm og við ætluðum að ræða málin þegar ég kæmi heim. Þegar ég kom heim var hann búinn að hengja sig í fataskápnum. Það rigndi yfir mig samúðarkveðjum á Facebook og sumir voru brjálaðir. Þeir vildu fá fleiri video en ég bara nennti þessu ekki lengur,“ segir Eyjólfur en Gissur lifnaði við á dögunum.

„Þegar ég var að pakka búslóðinni til að flytja til Íslands þá ákvað ég að taka hann með. Við leikmenn skiptumst á að vera með Stjörnu snappið og þegar ég var með það um daginn þá gróf ég Gissur upp. Við áttum geggjaðan dag saman og Rúnar Páll talaði meðal annars um að fá hann á bekkinn sem lukkutröll. Gissur er drykkfelldur og hann er í meðferð núna en hann er lifnaður við og við sjáum hvað gerist.“

Eyjólfur var í níu ár í atvinnumennsku erlendis áður en hann gekk til liðs við Stjörnuna í fyrra. Eyjólfur ólst upp hjá ÍR og lék síðan með Fylki áður en hann samdi við GAIS í Svíþjoóð. „Þetta byrjaði mjög vel úti. Ég var í fjögur ár í Svíþjóð og gekk mjög vel. Ég spilaði akkúrat 100 leiki í sænsku úrvalsdeildinni og það var frábær skóli. Ég var 90% í byrjunarliði í fínu liði og það var frábær reynsla,“ segir Eyjólfur en árið 2011 fór hann til SönderjyskE.

„Fyrstu tvö árin í Danmrku gengu mjög vel. Það varð til þess að ég gat valið úr nokkrum liðum þegar ég átti hálft ár eftir af samningum. Ég valdi mjög vel þegar ég ákvað að fara til Midtjylland. Liðinu gekk frábærlega og ég hafði það á tilfinningunni þegar ég skrifaði undir hjá þeim. Ég meiddist hins vegar og var ekkert með síðustu þrjú árin úti.“

Sálfræðingurinn hjálpaði til
Midtjylland varð danskur meistari árið 2015 en nárameiðsli komu í veg fyrir að Eyjólfur næði að spila með liðinu þá. Eyjólfur var eini Íslendingurinn hjá Midtjylland en hjá félaginu var starfandi sálfræðingur sem hann ræddi reglulega við.

„Það er nógu erfitt fyrir Íslendinga að tjá tilfinningar, því við erum tilfinningabæld þjóð, en hvað þá að gera það á dönsku. Það var mjög erfitt. Það var samt fínt að létta á sér þó að þetta hafi ekki verið neinir krísufundir,“ segir Eyjólfur.

„Við ræddum relgulega saman. Ég var ekki í krísu andlega en það var fínt að ræða við einhvern um líðanina. Þegar við hittumst í síðasta skipti, viku áður en ég fór heim, var markmiðið að gera upp þess níu ár í atvinnumennsku. Við ákváðum að ég myndi rifja þetta upp með gleði og vera stoltur af því sem ég gerði en ekki horfa til baka og hugsa ´damn it, ég meiddist síðustu þrjú árin og það skemmdi allt.‘ Ég þroskaðist þvílíkt mikið síðustu þrjú árin og eyddi þeim ekki til einskins. Það var örugglega lærdómsríkasti tíminn í mínu lífi. Þegar ég horfi til baka núna þá er ég stoltur og þakklátur fyrir það sem ég gerði en auðvitað hefði maður viljað sjá þetta þróast öðruvísi.“

Sálfræðingurinn hjá Midtjylland hjálpar þjálfarateyminu að ákveða hvernig ávarpa á liðið fyrir mikilvæga leiki og leikmenn geta alltaf leitað til hans. Eyjólfur telur að íslensk félög megi huga betur að andlega þættinum. „ Þetta er rosalega mikilvægur þáttur og þetta er vanmetið hérna heima. Eina skiptið sem ég hef farið til sálfræðings innan liðs á Íslandi var þegar ég fór einhverntímann í tíma hjá Jóhanni Inga Gunnarssyni þegar ég var í ÍR.“
„Jóga er mjög vanmetið. Ég held að allir átti sig á því að þetta gerir manni gott en samt gefa liðin og leikmenn sér ekki tíma í að sinna þessu.“
Eftir þrjár náraaðgerðir þá náði Eyjólfur loksins að verða leikfær á ný. Það tók hann hins vegar eitt og hálft ár fyrir hann að byggja sig upp eftir síðustu aðgerðina. Fyrri hluta síðasta tímabils var hann ennþá að glíma við tognanir meðan líkaminn var að komast í gang eftir meiðslin.

„Ég finn fyrir þessu en maður lærir að lifa með þessu. Þetta er ekkert sem háir mér en ég veit af þessu. Ég byrjaði síðustu tíu leikina í fyrra og hef varla misst úr æfingu síðan í ágúst í fyrra,“ segir Eyjólfur en hann hefur verið duglegur að vinna bug á meiðslunum.

„Það er full vinna að standa í þessu. Ég er regulega hjá Friðriki Ellerti Jónssyni sjúkraþjálfara. Ég var þrisvar í viku hjá kírópraktor en er einu sinni nuna. Síðan er ég í jóga, nuddi og heitum pottum. Í fyrra var ég stanslaust að gera eitthvað en núna er þetta aðeins afslappaðara,“ segir Eyjólfur en hann hefur stundað hot jóga grimmt.

„Jóga er mjög vanmetið. Ég held að allir átti sig á því að þetta gerir manni gott en samt gefa liðin og leikmenn sér ekki tíma í að sinna þessu. Ég, Hilmar Árni (Halldórsson) og Ævar (Ingi Jóhannesson) erum duglegir að fara í hot jóga í Hafnarfirði og við hittum FH-ingana, Gunnar Nielsen, Begga (Bergsvein Ólafsson) og Emil (Pálsson) oft. Ég veit ekki hvað gerði það að verkum að meiðslin fóru að snúast við en ég held að jóga hafi hjálpað til. Við vorum aðeins í jóga úti og ég gaf í þegar ég kom heim og fór ennþá oftar.“

Ég kem sem allt annar leikmaður inn í sumarið núna“
Eyjólfur segist vera að ná fyrri styrk eftir langa fjarveru. „Ef að hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í fyrra þá gat ég aðeins skýlt mér bakvið það en núna hef ég engar afsakanir. Ég kem sem allt annar leikmaður inn í sumarið núna,“ segir Eyjólfur en af hverju ákvað hann að velja að ganga til liðs við Stjörnuna í fyrra?
„Þeir voru í mestu sambandi við mig og sýndu mestan áhuga. Það kitlaði að fara í Fylki aftur en magatilfinningin sagði að það yrði ekki góð ákvörðun. Það sýndi sig, það hefði getað farið illa ef ég hefði verið þar. Mig langar að vinna eitthvað. Ég var hluti af þessu danska meistaraliði en ég lít ekki á mig sem danskan meistara og mig langar að vinna eitthvað. Stjarnan er eitt af þessum liðum sem á að vera að berjast um titla. Við unnum ekki neitt í fyrra en vonandi kemur það í ár eða á næsta ári.“

Utan fótboltans þá starfar Eyjólfur sem aðstoðarþjálfari hjá 7. flokki Stjörnunnar. „Það er gaman að gefa af sér til félagsins. Maður fær þvílíkt goodwill frá öllum fyrir að gera þetta. Ég hef mjög gaman að þessu. Ég klára allavega þetta tímabil og sé svo hvað ég gerist. Ég sé mig ekki sem þjálfara í framtíðinni. Mig langar að vera innan fótboltans en ég vil frekar vera þá styrktarþjálfari eða eitthvað slíkt,“ segir Eyjólfur en hann er að skoða að fara í einkaþjálfaranám hjá Keili.

Í Danmörku var hann mikið í líkamsræktarsalnum í öllum meiðslunum. „Ég er eiginlega einkaþjálfari þó að ég sé ekki útskrifaður,“ segir Eyjólfur og hlær. „Ég kann mjög mikið í því og finnst mjög gaman. Ég vil hjálpa fólki og ég held að þetta sé mín leið til að vera innan fótboltans áfram og hafa áhrif.“

Skrifaði um körfu og handboltaleiki
Eyjólfur segir að það hafi hjálpað mikið í meiðslunum að hann var í fjarnámi í félags og fjölmiðlafræði í Háskóla Íslands. Eyjólfur kláraði námið í rólegheitum á níu árum sínum í atvinnumennsku erlendis. „Ég er ekki tölvuleikja týpa og ég vildi frekar gera eitthvað vitrænt á milli æfinga,“ útskýrir Eyjólfur.

„Ég hef áhuga á fjölmiðlum almennt. Ég er alltaf að hlusta á útvarpið, lesa blöð og skoða fréttaveitur á netinu. Mér finnst þetta mjög áhugavert og ég gæti vel hugsað mér að starfa á fjölmiðli. Ég held að það sé líflegur og skemmtilegur vinnustaður. Ég er ekki fyrir 8-4 vinnu í jakkafötum. Ég þarf að vera smá frjáls,“ segir Eyjólfur en í vetur prófaði hann að starfa við íþróttafréttamennsku í hlutastarfi.

„Ég byrjaði aðeins að skrifa um handbolta og körfuboltaleiki fyrir Moggann í haust en þetta er erfitt með fótboltanum. Þessir handbolta og körfuboltaleikir eru alltaf á kvöldin og þá erum við á æfingum. Ég hef ekkert náð að sinna þessu eftir áramót.“
„Konur þurfa að breyta þessu sjálfar og skrifa um sig sjálfar“
Í BA ritgerð sinni í náminu innihaldsgreindi Eyjólfur íþróttaumfjöllun hjá Fréttablaðinu og Morgunblaðinu á Íslandi sem og BT og Jyllands Posten í Danmörku.

„Ég athugaði hvað var verið að fjalla um, hvaða íþróttir, konur eða karla, var mynd með fréttinni, hvers kyns var fréttamaðurinn og og endlausar aðrar breytur. Það er miklu meira fjallað um karla en konur. Í einum danska fjölmiðlinum voru 99% karlfréttir yfir eina heila viku og myndahlutfallið var 100% af körlum. Það var mjög sláandi. Íslensku fjölmiðlarnir standa sig mun betur,“ segir Eyjólfur um niðurstöðurnar.

„Allar fréttirnar voru skrifaðar af körlum. Ég talaði við ritstjórana á öllum miðlunum og þeir sögðu að engar konur sæki um. Það var auglýst staða á dönskum miðli og allir 50 sem sóttu um voru karlar. Víðir Sig á Morgnublaðinu segir það sama. Það eru engar konur sem sækja um. Konur eru að fara fram á að karlar fjalla um kvenna íþróttir. Af hverju gera þær það ekki sjálfar? Mér fannst vera frábær grein sem Sólrún skrifaði hjá ykkur á Fótbolta.net. Hún var spot on. Hún sagði að ungar stelpur mæta ekki á völlinn hjá konum og foreldrarnir mæta ekki. Áhuginn er lítill út af því að þær eru ekki nógu góðar í markaðssetningu eða eitthvað. Konur þurfa að breyta þessu sjálfar og skrifa um sig sjálfar.“

Eyjólfur var duglegur að dreifa huganum frá meiðslunum með náminu auk þess sem hann fékk heimsóknir til Danmerkur. Þá tók hann ástfóstri við bandarísku útgáfuna af sjónvarpsþáttunum The Office.

„Það hjálpaði mér mikið úti þegar gat skellt mér til Scranton og fylgst með Scranton Branch í Office. Þetta er það besta sem hefur verið gert í sjónvarpi. Þetta er gullnáma. Þegar maður þurfti aðeins að hverfa úr raunveruleikanum þá skellti maður sér til Scranton og varð hress og kátur aftur.“

Kallaður gyðingurinn og er í permanent klúbbi
Eftir að Eyjólfur flutti heim til Íslands fékk hann sér glæsilega permanent hárgreiðslu.

„Sindri Snær (Magnússon), félagi minn í ÍBV, á vinkonu sem var að læra hárgreiðslu og það vantaði módel í permanent. Hann sló til og mér fannst hann skítlúkka. Ég kom heim um áramótin og ákvað að gera það sama. Þegar mest var síðasta sumar vorum við orðnir níu í klúbbnum,“ segir Eyjólfur en Hilmar Árni, Brynjar Gauti Guðjónsson og Jón Arnar Barðdal liðsfélagar hans úr Stjörnunni voru meðal annars komnir með permanent greiðslu í fyrrasumar.

„Þetta var komið víða en klúbbnum hefur aðeins fatast flugið núna. Það hafa verið úrskráningar þar sem þetta lúkkar ekki vel hjá öllum. Við Sindri vorum tveir eftir í klúbbnum í haust og við fórum í árshátíðarferð til Barcelona. Það var síðan hvalreki fyrir klúbbinn í janúar þegar Arnór Sveinn Aðalsteinsson splæsti í perm. Við erum þrír í dag en það er opið fyrir skráningar og við viljum fá sem flesta í klúbbinn.“

Að lokum berst talið að Wikipedia síðu Eyjólfs sem er ansi áhugaverð. „Það getur hver sem er skrifað á Wikipedia og ég veit ekki hver stendur fyrir þessu. Það eru nokkrir gamlir ÍR-ingar sem liggja undir grun og ég held að Helgi Örn (Gylfason) standi fyrir þessu,“

Á Wikipedia stendur að Eyjólfur beri gælunafnið „Gyðingurinn“. Það er hárrétt. „Ég byrjaði sjálfur að kalla mig þetta. Ég var að búa mér til Hotmail reikning og allt sem ég reyndi virtist vera upptekið. Þá prófaði ég þetta og það gekk. Þegar ég er að gera notendanöfn í dag þá er það Gyðingurinn. Þetta er ekki út af því að ég er nískur, umskorinn eða eitthvað,“ segir hinn hressi Eyjólfur að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 4. sæti: Stjarnan
Rúnar Páll: Bærinn fer á hliðina við þetta
Hin hliðin - Ævar Ingi Jóhannesson
Athugasemdir
banner
banner