Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 24. apríl 2017 19:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Höddi Magg: Það þarf að taka til hendinni hjá Blikum
Blikar fagna marki í fyrra.
Blikar fagna marki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Herði Magnússyni, umsjónarmanni Pepsi-markanna, finnst Breiðablik vera stærsta spurningamerkið fyrir sumarið af liðunum í efri hluta deildarinnar.

Þetta kom fram í umræðu um sumarið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardag.

„Þetta var ævintýralegt klúður í lokin á síðustu leiktíð og þjálfarinn þarf að sanna sig upp á nýtt. Hann náði frábærum árangri fyrsta árið en Blikar hafa í raun ekki gert neina atlögu að efsta sætinu síðan þeir unnu mótið 2010," segir Hörður.

„Mér hefur fundist Blikaliðið of „klossað". Mér finnst hafa vantað alla hugmyndaauðgi, boltinn hefur gengið of hægt. Það er rosalega auðvelt að verjast þessu, enda skoraði liðið ekkert á Kópavogsvelli á síðustu leiktíð. Mótherjarnir bökkuðu bara og biðu. Þar þarf virkilega að taka til hendinni."

„Hrvoje Tokic er klárlega spennandi og er með betri menn í kringum sig. Það verður spennandi að fylgjast með Höskuldi Gunnlaugssyni ef hann fær smá frjálsræði og fær að gera það sem hann er bestur í."

„Blikaliðið þarf að gera miklu betur á síðasta þriðjungi. Aron Bjarnason er kominn og Martin Lund. Eru Blikar með of líka leikmenn? Vilja þeir allir vera með boltann og keyra á? Menn þurfa að líta í spegil í Kópavogi og horfast í augu við að tímabilið í fyrra var hörmung."

Breiðablik gaf rækilega eftir undir lokin í fyrra og missti af Evrópusæti. Liðið hefur nýtt tímabil með leik gegn nýliðum KA á Kópavogsvelli á mánudag.

Sjá einnig:
Höddi Magg um Pepsi-mörkin og deildina framundan
Spá Fótbolta.net - 5. sæti: Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner
banner