Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 24. apríl 2017 09:03
Fótbolti.net
Komdu með til Finnlands með Gaman Ferðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingum býðst einstakt tækifæri til að fara að sjá tvö íslensk landslið spila í sömu ferðinni. Karlalandslið Íslands í bæði fótbolta og körfubolta leika í Finnlandi í byrjun september. Fótboltalandsliðið í undankeppni HM og körfuboltalandsliðið í úrslitum Evrópumótsins, Eurobasket. Miðar á körfuboltalandsleikina eru innifaldir í verði. Upplýsingar um miða á fótboltaleikinn koma í vor en það er ljóst að það verður nóg af miðum fyrir stuðningsmenn Íslands þannig að allir komast pottþétt á leikinn.

Einstök stemming myndaðist á Eurobasket 2015 þar sem Íslendingar náðu að komast á lokamótið í fyrsta skiptið og minningarnar sem þar sköpuðust hjá þeim sem þar voru eru hreinlega ógleymanleg. Ekki þarf að rifja upp hvernig stuðið var á EM í Frakklandi í fyrra þegar að stuðningsmenn Íslands fóru á kostum á pöllunum.

Leikir
Bæði landsliðin eiga leik á laugardeginum 2. september. Íslenska landsliðið í körfubolta leikur gegn Pólverjum fyrri part dags og íslenska landsliðið í fótbolta leikur gegn Finnum um kvöldið og samvinna er um það að stilla tímasetningum þannig upp að Íslendingar geti farið á báða leikina. Til viðbótar leikur svo körfuboltalandsliðið gegn Frökkum á sunnudeginum 3. september.

Miðar
Innifalið í verðinu á ferðinni eru miðar á báða körfuboltalandsleikina, þ.e. gegn Póllandi og Frakklandi. Miðarnir eru Category 1 og staðsettir í Íslendingasvæðinu með öllum hinum hoppandi kátu Íslendingunum. Miðasalan á leik Finnlands og Íslands í undankeppni HM hefst mánudaginn 24. apríl klukkan 12:00 á www.midi.is. Miðaverðið er 3.000 krónur.

Ferðin
Möguleiki er á tveimur hótelum sem bæði eru staðsett i miðbænum, stutt frá aðabrautarstöðinni þaðan sem best er að komast í Hartwall Arena þar sem körfuboltaleikirnir fara fram auk þess sem þau eru í miðju verslunar, veitinga og næturlífi Helsinki borgar. Innifalið í pakkanum er flug með WOW air, 20 kg taska, gisting í 3 nætur, morgunmatur, aðgangur að Sauna á hótelinu, miðar á báða körfuboltalandsleikina og ferðir til og frá flugvelli. Stefnt er að því að bjóða upp á ferðir á fótboltaleikinn en þegar tímasetningar hafa verið staðfestar verða þær ferðir settar í sölu hjá okkur fyrir þá sem það vilja.

Hotel Arthur:
2 manna herbergi - 118.900 kr.
3 manna herbergi - 114.900 kr.
4 manna herbergi - 112.900 kr.
1 manns herbergi - 136.900 kr.

Radisson BLU Royal:
2 manna herbergi - 128.900 kr.
1 manns herbergi - 154.900 kr.

ATH: Aðeins er hægt að bóka tveggja manna herbergi á netinu hjá okkur. Hafið samband í síma 560-2000 eða sendu póst á [email protected] til að bóka aðrar gerðir af herbergjum.

Flugferðin
Flogið er með leiguflugi WOW air beint til Helsinki um klukkan 15:00 þann 1. september og lent kl. 20:40 að staðartíma. Flugferðin heim er þann 4. september um klukkan 22:40 að staðartíma og lent á Íslandi kl. 00:35.
Athugið að flugtímar geta breyst.

Hótel
Bæði hótelin eru virkilega vel staðsett í miðbæ Helsinki og að sjálfsögðu er sauna á þeim báðum :)

Hotel Arthur er einfalt, snyrtilegt og gott þriggja stjörnu hótel með interneti og morgunverði inniföldum. Þar er einnig veitingastaður en það er líka stutt frá hótelinu í allt fjörið í miðbænum.

Radisson BLU Royal er mjög gott fjögurra stjörnu hótel með öllum helstu þægindum. Mjög góður morgunmatur, frítt háhraða internet og verslun og veitingar beint fyrir utan hurðina.

Kortalán/Netgíró
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á [email protected] ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Netgíró.

Farangursheimild
Innifalin í verði er ein 20kg. ferðataska auk bakpoka skv. skilmálum WOW air.

Nánari upplýsingar um ferðina

Sendu endilega póst á [email protected] ef þú hefur einhverjar spurningar eða hringdu í síma 560-2000.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner