Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. apríl 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Luis Enrique: Messi er besti leikmaður sögunnar
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, sparaði ekki hrósið á Lionel Messi eftir 3-2 sigur á Real Madrid í gær.

Messi skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum en það var annað mark hans í leiknum.

Með markinu náði Messi að halda lífi í titilvonum Barcelona en liðið er núna með jafnmörg stig og Real Madrid. Real á þó leik til góða.

„Hann er besti leikmaður sögunnar. Hann er ótrúlega afgerandi alltaf," sagði Enrique.

„Ég hef séð mikið af fótbolta í gegnum tíðina og það er mikið ánægjuefni að hann sé einn af okkur."
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner