Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. apríl 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Sakho: Handabandið átti ekki að gera lítið úr Liverpool
Benteke og Sakho taka handabandið.
Benteke og Sakho taka handabandið.
Mynd: Getty Images
Einhverjir stuðningsmenn Liverpool pirruðust þegar Mamadou Sakho tók hresst handaband við Christian Benteke í gær. Benteke skoraði bæði mörk Crystal Palace sem vann Liverpool.

Sakho er í eigu Liverpool en er hjá Palace á láni og mátti því ekki spila leikinn í gær. Hann sat fyrir aftan varamannabekinn hjá Palace og fagnaði ekki mörkunum hjá Benteke.

Hann segir að handabandið hafi ekki verið tekið til að gera lítið úr Liverpool.

„Í mörkunum hélt ég mér í sætinu því ég vildi ekki fagna af virðingu við Liverpool og stuðningsmennina. Þegar Christian kom til mín gerði ég það sem við gerum alltaf, þar sem við erum vinir. Það var ekkert meira á bak við þetta. Bara tveir vinir sem spila fyrir sama liðið og eru með sama markmið," segir Sakho.

„Við vorum auðvitað ánægðir. Við þurftum á öllum stigunum að halda til að tryggja það að liðið verði áfram í úrvalsdeildinni. Ég vona að Liverpool komist í Meistaradeildina og óska þeim alls hins besta."

Sakho er samningsbundinn Liverpool til 2020 en hann hefur reynst Palace happafengur og hjálpað liðinu mikið í baráttunni við falldrauginn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner