Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. apríl 2017 15:45
Magnús Már Einarsson
Sergio Ramos: Þetta átti að vera gult en ekki rautt
Ramos fær að líta rauða spjaldið.
Ramos fær að líta rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, er ósáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í 3-2 tapinu gegn Barcelona í gær.

Ramos sá rauða spjaldið á 77. mínútu fyrir tveggja fóta tæklingu á Lionel Messi en þá var staðan 2-1 fyrir Barcelona.

„Rautt spjald var of mikið," sagði Ramos ósáttur eftir leikinn í gær.

„Ég ætlaði ekki að meiða neinn. Að mínu mati var þetta gult spjald en ekki rautt."

„Ég var of seinn en það var engin snerting. Ég reyni aldrei að meiða einhvern."

Athugasemdir
banner
banner