Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. apríl 2017 20:45
Stefnir Stefánsson
Spánn: Bilbao sigraði á flautumarki Garcia
Raul Garcia reyndist bjargvættur Bilbao
Raul Garcia reyndist bjargvættur Bilbao
Mynd: Getty Images
Athletic Bilbao og Eibar áttust við í eina leik kvöldsins í spænsku deildinni.

Fyrir leik höfðu liðin svipuðu gengi að fagna en þau sátu í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar Bilbao sæti fyrir ofan Eibar.

Mikið jafnræði var með liðinum en Bilbao menn voru þó ívið sterkari aðilinn, þeir héldu boltanum betur en hvorugu liðinu tókst að brjóta ísinn.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 56. mínútu var Gonzalo Escalante rekinn af velli hjá heimamönnum. Við það riðlaðist leikur Eibar þónokkuð og féllu þeir til baka og reyndu að verja fenginn hlut á meðan að Athletico sóttu og freistu þess að taka öll þrjú stigin.

Raul Garcia komst næstur því að skora fyrir gestina þegar skot hans á 62. mínútu hafnaði í stönginni.

Allt virtist stefna í markalaust jafntefli en í fjórðu mínútu uppbótartíma fengu gestirnir aukaspyrnu. Benat Extebarria tók spyrnuna en hún var varin í stöng. Raul Garcia var fyrstur að átta sig þegar hann hirti frákastið og skoraði í opið mark.

1-0 sigur gestanna staðreynd. Með sigrinum fór Bilabo upp fyrir Real Sociedad í 6. sæti deildarinnar.

Eibar 0 - 1 Athletic
0-1 Raul Garcia ('90 )


Rautt spjald:Gonzalo Escalante, Eibar ('56)
Athugasemdir
banner
banner
banner