Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. apríl 2018 15:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 10. sæti
HK/Víkingur vann 1. deildina í fyrra.
HK/Víkingur vann 1. deildina í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gígja Valgerður Harðardóttir.
Gígja Valgerður Harðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 3. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. HK/Víkingur

10. HK/Víkingur
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 1. deild kvenna
HK/Víkingur tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni á nýjan leik með því að vinna 1. deildina. HK/Víkingur var síðast í Pepsi-deildinni árið 2013 en liðið er nú mætt aftur á meðal þeirra bestu.

Þjálfarinn: Þórhallur Víkingsson tók við þjálfun HK/Víkings síðastliðið haust. Jóhannes Karl Sigursteinsson og aðstoðarmaður hans Egill Atlason hættu eftir að hafa komið liðinu upp. Þórhallur tók við og honum til aðstoðar er Lidija Anja Stojkanovic. Þórhallur Víkingsson hefur þjálfað yngri flokka kvenna hjá Víking síðastliðin ár og stýrði 2.flokknum í fyrrasumar ásamt því að aðstoða Jóhannes Karl og Egil með meistaraflokkinn.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi-deild kvenna líkt og í fyrra. Hér er álit hans á liði HK/Víkings.

Styrkleikar: Liðið hefur spilað mikið saman og þær ættu að þekkja vel inn á hvora aðra. Það er blanda af ungum og efnilegum leikmönnum sem og reynsluboltum. Hafa náð góðum úrslitum inn á milli á undirbúningstímabilinu og gætu vel strítt liðum sem eiga að vera sterkari á pappírum. Vel rútínerað lið með færan þjálfara og ef það dettur inn frekari styrking á síðustu dögunum fyrir mót þá er aldrei að vita nema HK/Víkingar troði sokkum í spekingana.

Veikleikar: Spurningamerki við breidd hópsins og gæði hans. Þó liðið hafi styrkt sig eitthvað eftir að hafa komið upp í Pepsi þá er spurning hvort það sé nóg til að halda því í deildinni. Þó HK/Víkingur geti stillt upp skemmtilegu byrjunarliði er spurning hvernig liðinu reiðir af í meiðslum og bönnum.

Lykilleikmenn: Björk Björnsdóttir, Gígja Valgerður Harðardóttir og Laufey Björnsdóttir.

Gaman að fylgjast með Miðverðinum Margréti Evu Sigurðardóttur og sóknarmanninum efnilega Karólínu Jack.

Komnar:
Laufey Björsdóttir úr Val
Katrín Hanna Hauksdóttir úr Haukum

Farnar:
Dagmar Pálsdóttir í Þrótt R

Fyrstu leikir HK/Víkings
4. maí HK/Víkingur - FH
9. maí Þór/KA - HK/Víkingur
15. maí HK/Víkingur - Breiðablik

Taktu þátt í Draumaliðsdeild Toyota
Fótbolti.net er með Draumaliðsdeild í Pepsi-deild kvenna í sumar í samstarfi við Toyota.

Smelltu hér til að skrá þitt lið í Draumaliðsdeildina
Athugasemdir
banner
banner
banner