Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. apríl 2018 20:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Cardiff missti af gullnu tækifæri
Landsliðsfyrirliðinn spilaði allan leikinn fyrir Cardiff.
Landsliðsfyrirliðinn spilaði allan leikinn fyrir Cardiff.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir voru í Championship-deildinni í kvöld.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff og spilaði allan leikinn í slæmu tapi gegn Derby.

Cardiff hefði getað farið langt með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með sigri en það varð ekki af því. Cardiff komst yfir í leiknum og leiddi 1-0 í hálfleik. En á síðustu 20 mínútunum setti Derby þrjú mörk og vann því leikinn 3-1.

Cardiff er í öðru sæti deildarinnar með 86 stig, einu stigi meira en Fulham. Tvö efstu lið deildarinnar fara upp í úrvalsdeildina en Wolves hefur nú þegar tryggt sér efsta sætið.

Derby er komið upp í sjötta sæti deildarinnar. Liðin í sætum þrjú til sex fara í umspil þar sem barist er um eitt sæti í úrvalsdeildinni.

Í hinum leik kvöldsins vann Nottingham Forest öruggan sigur á Barnsley, 3-0. Barnsley er í fallsæti á meðan Forest er í 17. sæti, öruggt með áframhaldandi þáttöku í deildinni.

Derby County 3 - 1 Cardiff City
0-1 Callum Paterson ('28 )
1-1 Cameron Jerome ('69 )
2-1 Matej Vydra ('82 )
3-1 Cameron Jerome ('90 )

Nott. Forest 3 - 0 Barnsley
1-0 Lee Tomlin ('26 )
2-0 Ben Brereton ('36 )
3-0 Apostolos Vellios ('90)
Athugasemdir
banner
banner