þri 24. apríl 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ederson ætlar að skora áður en tímabilið er úti
Mynd: Getty Images
Ederson hefur verið meðal bestu markvarða enska boltans á tímabilinu og er búinn að vinna ensku deildina með Manchester City.

Man City rúllaði yfir Swansea um helgina með fimm mörkum gegn engu og klúðraði Gabriel Jesus vítaspyrnu.

Ederson er búinn að leggja upp mark á tímabilinu en hann langar líka til að skora til að fullkomna tímabilið.

„Ég heyrði stuðningsmennina kalla nafnið mitt þegar við fengum vítaspyrnuna. Gabriel Jesus tók hana svo," sagði Ederson við ESPN

„Því miður klúðraði hann spyrnunni en sem betur fer náði Bernardo Silva að fylgja eftir. Ég get lofað að ég hefði skorað úr vítinu.

„Ég veit ekki hvort ég yrði góður í föstum leikatriðum, en ég er virkilega góður að taka vítaspyrnur. Vonandi fáum við aðra vítaspyrnu fyrir lok tímabilsins og vonandi fæ ég að taka hana. Mig langar að skora til að fullkomna tímabilið."


City á eftir að spila fjóra leiki, gegn West Ham, Huddersfield, Brighton og Southampton.
Athugasemdir
banner
banner
banner