þri 24. apríl 2018 13:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eigandi Liverpool taldi sig hafa borgað of mikið fyrir Salah
Salah hefur reynst mikill happafengur fyrir Liverpool.
Salah hefur reynst mikill happafengur fyrir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jim Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, segir að John W. Henry, eigandi Liverpool, hafi haft miklar áhyggjur af því að borgað of mikið fyrir Mohamed Salah síðasta sumar.

Liverpool keypti Salah af Roma fyrir að því er talið vera 35 milljónir punda og hefur hann reynst mikill happafengur. Hann hefur skorað 41 mark í öllum keppnum og var á dögunum valinn besti leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir þetta hafði Henry miklar áhyggjur af því að hann væri að borga of mikið fyrir Egyptann.

„Salah vildi fara, hann átti eitt ár eftir af samningi sínum og við vildum ekki missa hann frítt. Við seldum hann því. Hann vildi fara aftur í ensku úrvalsdeildina og sanna sig, sem hann hefur gert," sagði Pallotta í samtali við ESPN.

„Hann (Henry) vældi mikið út af verðinu, ‘borguðum við of mikið fyrir hann? Ég held það’. Ég sagði þá við hann að ég myndi bjóða honum í hádegisverð," sagði Pallotta enn fremur en félagi hans, Henry hugsar örugglega ekki mikið um verðið á Salah í dag.

Liverpool og Roma mætast í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildinnarinnar í kvöld, Salah mætir gömlu félögunum.
Athugasemdir
banner
banner