þri 24. apríl 2018 22:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Atli í Hauka (Staðfest) - „Þökkum fyrir lánið"
Ísak var í láni hjá Leikni R. í fyrrasumar.
Ísak var í láni hjá Leikni R. í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ísak Atli Kristjánsson hefur verið lánaður frá Fjölni í Hafnarfjörðinn þar sem hann mun spila með Haukum í sumar.

Ísak Atli er 19 ára gamall en hann lék með Leikni Reykjavík á fyrri hluta Íslandsmótsins í fyrra. Hann spilaði 11 leiki í deild og bikar með Leikni áður en hann var kallaður til baka í Fjölni.

„Ísak Atli Kristjánsson hefur verið lánaður til @FCHaukar út tímabilið. Fjölnir getur þó kallað hann til baka samkvæmt reglum um tímabundin félagaskipti #FélagiðOkkar," skrifar Fjölnir á Twitter en Haukarnir ákváðu að svara og þakka fyrir lánið.

„Við þökkum ykkur kærlega fyrir lánið þetta er spengilegur piltur! #ÁframHaukar."

Ísak Atli kemur til með að styrkja Haukaliðið vel en fyrsti leikur liðsins í Inkasso-deildinni í sumar verður gegn Þór á Gaman Ferða vellinum í Hafnarfirði þann 5. maí næstkomandi.

Áður en kemur að fyrsta deildarleiknum þá mæta Haukar öðru Akureyrarliði, KA, í Mjólkurbikarnum. Sá leikur fer einnig fram að Ásvöllum, en verður 1. maí.

Komnir:
Arnar Steinn Hansson frá Aftureldingu
Jökull Blængsson frá Fjölni (Á láni)
Indriði Áki Þorláksson frá Fram
Ísak Atli Kristjánsson frá Fjölni (Á láni)
Sigmundur Einar Jónsson frá Álftanesi
Sverrir Bartolozzi frá Stjörnunni

Farnir:
Aron Jóhannsson í Grindavík
Björgvin Stefánsson í KR
Davíð Sigurðsson til Danmerkur
Harrison Hanley
Sindri Scheving í Víking R. (Var á láni)
Terrance William Dieterich í Stjörnuna (Var á láni)
Trausti Sigurbjörnsson
Þórir Jóhann Helgason í FH



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner