þri 24. apríl 2018 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Vorum fullkomnir í 80 mínútur
Mynd: Getty Images
„Við vorum fullkomnir í 80 mínútur eða svo," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, í viðtali við BT Sport eftir 5-2 sigur Liverpool á Roma í Meistaradeildinni. Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitunum.

Liverpool komst í 5-0 en slakaði fullmikið á síðustu 10 mínúturnar og fékk á sig tvö mörk. Lokatölur 5-2 og Roma fer því frá Anfield með tvö útivallarmörk á bakinu.

„Við gerðum ein mistök varnarlega. Vítaspyrnan var ekki vítaspyrna en svona er staðan. Núna er þetta 5-2. Auðvitað hefðum við verið sáttari með 5-0 eða 5-1 en 5-2 eru líka frábær úrslit. Við munum fara til Ítalíu og reyna aftur."

„Við vorum að hlaupa mikið á bak við vörnina þeirra, það breytti leiknum algjörlega, þeir réðu ekki við það. Við skoruðum þessi mörk og hefðum getað skorað meira."

„Þetta er allt jákvætt. Okkur líður kannski ekki núna eins og þetta sé jákvætt vegna þess að þeir skoruðu þessi tvö mörk en á morgun mun ég horfa aftur á leikinn og sjá allt það jákvæða."

„Þetta var betra en ég bjóst við fyrir leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner