Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. apríl 2018 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikar kvenna: Þór/KA meistari eftir vítakeppni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Harpa skoraði fyrsta mark Stjörnunnar en klúðraði í vítakeppninni.
Harpa skoraði fyrsta mark Stjörnunnar en klúðraði í vítakeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 2 - 2 Stjarnan (Þór/KA vann 4-2 í vítakeppni)
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('6)
0-2 Harpa Þorsteinsdóttir ('27)
1-2 Sandra Mayor ('31, víti)
2-2 Andrea Mist Pálsdóttir ('77)
Rautt spjald: Bianca Elissa Sierra, Þór/KA ('65)
Vítakeppnin:
Fyrir Þór/KA: Arna Sif Ásgrímsdóttir, Ariana Calderon, Lillý Rut Hlynsdóttir og Lára Einarsdóttir skoruðu allar
Fyrir Stjörnuna: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu en Harpa Þorsteinsdóttir og Lára Kristín Pedersen klúðruðu sínum spyrnum

Þór/KA er sigurvegari í Lengjubikar kvenna eftir að hafa lagt Stjörnuna að velli í frábærum knattspyrnuleik.

Liðin mættust í Boganum á Akureyri í kvöld. Stjarnan byrjaði miklu betur og komst í 2-0, en bæði mörkin komu eftir markvarðarmistök hjá Þór/KA. Eftir fyrra markið þurfti Helena Jónsdóttir, markvörður Akureyrarliðsins, að fara meidd af velli.

Þór/KA gafst ekki upp og minnkaði borgarstjórinn, Sandra Mayor, muninn úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik.

Staðan var 2-1 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Þór/KA byrjaði seinni hálfleikinn betur en um miðjan hann virtist möguleikinn fara þegar Bianca Sierra fékk rauða spjaldið fyrir tuð í dómaranum. En, þrátt fyrir að vera einum færri þá náðu Íslandsmeistararnir að jafna. Andrea Mist Pálsdóttir gerði það á 77. mínútu.

Lokatölur 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni í þessum úrslitaleik. Markadrottningin Harpa Þosteinsdóttir brenndi af fyrstu vítaspyrnu Stjörnunnar og Þór/KA skoraði úr öllum sínum. Lára Kristín Pedersen klúðraði líka fyrir Stjörnuna.

Þór/KA, sem er sem fyrr segir ríkjandi Íslandsmeistari, er því Lengjubikarsmeistari í A-deild.

Pepsi-deild kvenna byrjar 3. maí.

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Toyota opnuð - Skráðu þitt lið!
Athugasemdir
banner