þri 24. apríl 2018 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lögreglan rannsakar alvarlega líkamsárás í Liverpool
Búið að handtaka einn mann
Mynd: Getty Images
Lögreglan í Merseyside hefur gefið það út að rannsókn sé hafin á alvarlegri líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan Anfield fyrir leik Liverpool og Roma í Meistaradeildinni í kvöld.

Hópur stuðningsmanna Roma réðst að að stuðningsmönnum Liverpool fyrir leikinn með þeim afleiðingum að einn slasaðist illa.

Einn stuðningsmaður Roma var myndaður með hamar í hendi.

Lögreglan óskaði eftir því fyrr í kvöld að fá fleiri upplýsingar um málið en núna fyrir nokkrum mínútum greindi hún svo frá því á Twitter að einn hefði verið handtekinn.

Maðurinn sem slasaðist illa er 53 ára og er núna verið að gera að meiðslum hans. Orðrómur er um að hann hafi verið stunginn en ekki er vitað á þessari stundu hvort það sé satt.

Þetta er virkilega leiðinlegt mál en gera má ráð fyrir því að UEFA telji upp refsingar á næstu dögum.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner