Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. apríl 2018 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnaður Salah að ganga frá gömlu félögunum
Salah fagnaði mörkum sínum ekki.
Salah fagnaði mörkum sínum ekki.
Mynd: Getty Images
Það er búið að flauta til hálfleiks í fyrri leik Liverpool og Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Roma byrjaði leikinn vel en þegar leið á tók Liverpool undirtökin. Fyrsta markið kom á 35. mínútu en það þarf ekki að spyrja að því hver skoraði það; Mohamed Salah.

Markið var stórglæsilegt. Smelltu hér til að það.

Þegar komið var að uppbótartíma fyrri hálfleiks var Salah svo aftur á ferðinni. Smelltu hér til að sjá annað mark hans.

Salah fagnaði ekki mörkum sínum endað að mæta fyrrum félögum sínum. Hann var keyptur til Liverpool síðasta sumar frá Roma en hann algjörlega verið magnaður fyrir Liverpool.

Salah hefur nú skorað fleiri mörk en nokkur annar leikmaður í fimm bestu deildum Evrópu á þessu tímabili. Hann er kominn með 43 mörk og er kominn fram úr Cristiano Ronaldo.



Athugasemdir
banner
banner
banner