Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. apríl 2018 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Liverpool skoraði fimm en slakaði síðan á
Liverpool lék á als oddi framan af.
Liverpool lék á als oddi framan af.
Mynd: Getty Images
Dzeko minnkar hér muninn fyrir Roma.
Dzeko minnkar hér muninn fyrir Roma.
Mynd: Getty Images
Liverpool 5 - 2 Roma
1-0 Mohamed Salah ('36 )
2-0 Mohamed Salah ('45 )
3-0 Sadio Mane ('56 )
4-0 Roberto Firmino ('61 )
5-0 Roberto Firmino ('69 )
5-1 Edin Dzeko ('81 )
5-2 Diego Perotti ('85 , víti)

Liverpool sýndi stórkostlega frammistöðu þegar liðið mætti Roma í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Anfield á þessu þriðjudagskvöldi.

Salah reyndist gömlu félögunum erfiður
Roma byrjaði leikinn vel en þegar leið á tók Liverpool undirtökin. Fyrsta markið kom á 35. mínútu en það þarf ekki að spyrja að því hver skoraði það; Mohamed Salah.

Markið var stórglæsilegt. Smelltu hér til að það.

Þegar komið var að uppbótartíma fyrri hálfleiks var Salah svo aftur á ferðinni. Smelltu hér til að sjá annað mark hans.

Salah fagnaði ekki mörkum sínum en hann sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Liverpool.


Liverpool hélt áfram en hægði svo fullmikið á sér
Liverpool hélt uppteknum hætti í seinni hálfleiknum, að minnsta kosti fyrstu 25 mínúturnar. Sadio Mane gerði þriðja markið á 56. mínútu áður en Roberto Firmino bætti við tveimur mörkum til viðbótar. Staðan orðin 5-0 fyrir Liverpool.

Jurgen Klopp tók Salah af velli í kjölfarið en þá gekk Roma á lagið. Edin Dzeko minnkaði muninn í 5-1 á 81. mínútu og nokkrum mínútum síðar skoraði Diego Perotti úr vítaspyrnu.

Frábær frammistaða hjá Liverpool en þetta einvígi er langt frá því að vera búið, Roma kom nú til baka gegn Barcelona 8-liða úrslitunum eftir að hafa tapað fyrri leiknum 4-1.

Seinni leikurinn er á miðvikudeginum í næstu viku.



Athugasemdir
banner
banner
banner