Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. apríl 2018 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mjög slæm meiðsli" hjá Oxlade-Chamberlain
Mynd: Getty Images
Alex Oxlade-Chamberlain fór meiddur af velli í kvöld þegar Liverpool sigraði Roma í Meistaradeild Evrópu, 5-2. Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Uxinn fór af velli á 18. mínútu eftir að hafa farið í tæklingu á Aleksandar Kolarov, bakverði Roma. Chamberlain kom ekki vel út úr tæklingunni og virtist vera sárþjáður.

Miðað við ummæli Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, eftir leik gæti Chamberlain verið lengi frá. HM er þá mögulega í hættu hjá honum.

„Meiðslin hjá Oxlade-Chamberlain eru örugglega mjög slæm. Þetta eru mjög slæmar fréttir fyrir okkar. Hópurinn verður ekkert stærri hjá okkur," sagði Jurgen Klopp.

Er tímabilið búið á Oxlade-Chamberlain?
Athugasemdir
banner
banner
banner