Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. apríl 2018 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Orri stóð sína plikt í markalausu jafntefli
Orri varð Íslandsmeistari með Val áður en hann hélt til Noregs.
Orri varð Íslandsmeistari með Val áður en hann hélt til Noregs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leik HamKam og Sandnes Ulf í norsku B-deildinni var að ljúka. Þar var Orri Sigurður Ómarsson í eldlínunni með HamKam.

Orri Sigurður, sem varð Íslandsmeistari með Val í fyrra, lék allan leikinn í vörn HamKam. Hann stóð sína vakt með prýði en leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Þetta var fjórði deildarleikur HamKam en Orri hefur leikið þá alla.

Orri er í láni hjá HamKam en eftir tímabilið í fyrra gekk hann í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Sarpsborg. Hann var ekki inn í myndinni hjá Sarpsborg og var því lánaður.

„Þetta gerðist eiginlega bara frekar fljótt. Ég fór á fund með stjórnarmanninum og lét hann vita að ég vildi fara á lán þar sem að ég var allt i einu orðinn 5. miðvörður í hópnum og byrjaður að spila hægri bakvörð á æfingum. Mér fannst það óásættanlegt," sagði Orri í viðtali við Fótbolta.net í síðasta mánuði.

HamKam er í 11. sæti norsku B-deildarinnar með þrjú stig. Liðið á enn eftir að vinna sinn fyrsta leik.
Athugasemdir
banner