Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. apríl 2018 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ritstjóri France Football biður Iniesta afsökunar
Iniesta gæti verið á förum frá Barcelona.
Iniesta gæti verið á förum frá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Tímaritið France Football hefur beðið spænska miðjumanninn Andres Iniesta afsökunar. Hinn 33 ára gamli Iniesta verður ólíklega með Barcelona á næsta tímabili, hann hefur verið sterklega orðaður við lið í Kína og þar gæti hann endað ferilinn.

France Football skipuleggur Ballon d'Or verðlaunin en það eru blaðamenn sem kjósa um hver hlýtur þau.

Cristiano Ronaldo og liðsfélagi Iniesta, Lionel Messi hafa einokað verðlaunin síðustu ár. Iniesta hefur aldrei hlotið þau og þess vegna hefur ritstjóri tímaritsins sen honum afsökunarbeiðni.

Ristjórinn Pascal Ferre skrifar grein sem ber heitið „Fyrirgefðu, Andres". Þar segir hann: „Af öllum þeim sem hafa aldrei unnið Ballon d’Or, er fjarvera hans sérstaklega súr."

Iniesta komst næst því að vinna verðlaunin árið 2010 þegar hann hjálpaði Spánverjum að vinna HM. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Hollandi, en lenti í öðru sæti á eftir Messi.
Athugasemdir
banner
banner