Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 24. apríl 2018 19:00
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll: Menn átta sig ekki á því að við erum að spila á föstudag
Rúnar ræðir við Hilmar Árna Halldórsson.
Rúnar ræðir við Hilmar Árna Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi-deildin hefst á föstudagskvöldið með tveimur leikjum. Mikið hefur verið rætt um viðureign Vals og KR en minna um leik Stjörnunnar og Keflavíkur.

„Ég held að menn átti sig ekki á því að við séum að spila á föstudagskvöldið! Það er alltaf bara talað um Val og KR, en það er allt í lagi" segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar.

„Það er hrikalega gaman að byrja þetta eftir strembinn vetur en skemmtilegan. Það er mikil tilhlökkun."

Það getur oft reynst erfitt að mæta nýliðum í fystu umferðinni, lið sem er nýkomið í deildina.

„Það er klárt. Þetta er verðugt verkefni fyrir okkur. Keflavík er með vel skipulagt lið. Ég sá þá spila gegn KR og við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná þremur stigum."

Eyjólfur Héðinsson og Þorri Geir Rúnarsson eru meðal leikmanna í Stjörnuliðinu sem hafa verið að glíma við meiðsli í vetur. Hvernig er staðan á hópi Stjörnunnar fyrir fyrsta leik?

„Þeir hafa æft vel í 3-4 vikur og það eru allir heilir nema Guðjón Orri (varamarkvörður) sem er að jafna sig á hásinameiðslum. Það er þó jákvætt að hann er byrjaður að æfa eitthvað aftur. Annars eru allir heilir og verðugt verkefni fyrir þjálfarana að velja fyrstu ellefu fyrir föstudaginn," segir Rúnar.

Hann býst við spennu í titilbaráttunni og að það verði ekki eins auðvelt fyrir Val að landa titlinum og í fyrra. Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner