Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 24. apríl 2018 19:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigrún Ella á heimleið frá Ítalíu - Fer í Stjörnuna
Sigrún Ella hefur leikið með Fiorentina á Ítalíu frá því í águst.
Sigrún Ella hefur leikið með Fiorentina á Ítalíu frá því í águst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrún Ella Einarsdóttir er á leið til Stjörnunnar og mun spila með liðinu í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Sigrún hefur verið hjá ítölsku meisturunum í Fiorentina síðan í ágúst á síðasta ári. Hún hefur verið mikið á varamannabekknum á Ítalíu og hún kemur til með að spila heima í sumar.

Hin 25 ára gamla Sigrún Ella er uppalin hjá Fimleikafélaginu í Hafnarfirði, FH, en hún gekk til liðs við Stjörnuna í febrúar 2014. Hún hefur leikið 52 leiki með Garðabæjarfélaginu og skorað í þeim níu mörk. Á tíma sínum hjá Stjörnunni hefur hún unnið tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla.

Sigrún Ella hefur leikið tvo A-landsleiki, auk leikja bæði fyrir U-19 og U-17 landslið Íslands.

Ekki er ljóst hvenær Sigrún Ella mæt­ir til leiks með Stjörn­unni, en það fer eft­ir hversu langt Fior­ent­ina fer í ít­alska bik­arn­um.

Stjarnan var að spila við Þór/KA fyrr í kvöld í úrslitaleik Lengjubikars kvenna. Þar var niðurstaðan tap í vítakeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner