þri 24. apríl 2018 20:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Roma réðust á stuðningsmenn Liverpool
Mynd: Getty Images
Leiðinlegar fréttir hafa borist frá Liverpool-borg þar sem Liverpool er með 2-0 forystu gegn Roma í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah er búinn að skora bæði mörk Liverpool gegn gömlu félögunum.

Leiðinlegu fréttirnar eru þær að átök áttu sér stað á milli stuðningsmanna liðanna fyrir leikinn.

Um 30 mínútum fyrir leikinn réðust, að því er enskir fjölmiðlar telja að hafi verið hópur stuðningsmanna Roma á stuðningsmenn Liverpool. Þetta gerðist fyrir utan Anfield.

Einn maður er slasaður eftir slagsmálin.

Jonathan Northcroft, blaðamaður Sunday Times, segir að hópur stuðningsmanna Roma hafi aðallega ráðist að einum eldri manni.

Búist var við því að lögreglan yrði með hertari aðgerðir fyrir utan Anfield í kvöld eftir að rúta Manchester City var grýtt fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lögreglan hefur hins vegar verið gagnrýnd í kvöld fyrir að bregðast of hægt við.











Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner