þri 24. apríl 2018 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Fyrsta tapið hjá Andra Rúnari og félögum
Andri Rúnar Bjarnason.
Andri Rúnar Bjarnason.
Mynd: Heimasíða Helsingborg
Markahrókurinn úr Bolungarvík, Andri Rúnar Bjarnason, lék allar 90 mínúturnar og uppbótartímann er Helsingborg þurfti að sætta sig við tap á heimavelli í sænsku B-deildinni í kvöld.

Helsingborg fékk Eskilstuna í heimsókn og kom fyrsta markið á 36. mínútu þegar Kadir Hodzic skoraði fyrir Eskilstuna.

Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í seinni hálfleiknum kom annað markið og var þar að verki Kermit Erasmus.

Brekkan var brött fyrir Andra Rúnar og félaga sem náðu ekki að svara eftir þetta seinna mark Eskilstuna. Lokatölur 2-0.

Þetta var þriðji deildarleikur Helsingborg og er liðið með sex stig að þeim loknum. Helsingborg hafði unnið báða sína fyrir þennan leik. Andri skoraði þrennu í síðasta leik og hefur verið að fá gott umtal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner