Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 24. apríl 2018 15:29
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Emils var rekinn - Igor Tudor ráðinn
Tudor varð tvívegis ítalskur meistari sem leikmaður Juventus.
Tudor varð tvívegis ítalskur meistari sem leikmaður Juventus.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur fengið nýjan þjálfara. Udinese hefur tilkynnt að fyrrum varnarmaður Juventus, Igor Tudor, hafi tekið við stjórnartaumunum.

Massimo Oddo var rekinn í morgun en Udinese hefur tapað síðustu ellefu leikjum í ítölsku A-deildinni.

Tudor stýrir æfingu núna síðdegis og mun svo sitja fyrir svörum á fréttamannafundi um kvöldmatarleytið.

Tudor er fyrrum landsliðsmaður Króatíu. Hann stýrði Galatasaray í fyrra en áður hafði hann stýrt Hajduk Split, PAOK og Karabükspor.

Það er vonandi að Emil verði í stærra hlutverki hjá Tudor en hann var hjá Oddo en Íslendingurinn hefur ekki fengið mjög margar mínútur síðustu mánuði.

Udinese er fjórum stigum frá fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner