banner
   þri 24. apríl 2018 11:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir Spánverjar í Hött (Staðfest)
Mynd: Höttur
Höttur hefur fengið til liðs við sig tvo spænska leikmenn sem munu hjálpa liðinu í 2. deildinni í sumar.

Annnan leikmanninn þekkja stuðningsmenn Hattar afar vel eftir að hann skoraði 13 mörk í 20 leikjum í 2. deildinni í fyrra. Það er hann Ignacio Gonzalez.

Hann hefur ákveðið að koma aftur á Egilsstaði og ætlar að spila aftur með Hetti í sumar. Það eru gleðitíðindi fyrir Hattarmenn enda mikill markaskorari þar á ferð.

Ignacio hefur ákveðið að taka með sér ferðafélaga frá Spáni að nafni Javi Munoz. Sá getur spilað sem framherji og þá sem kantmaður, líkt og Ignacio getur gert.

Fróðlegt verður að sjá hvort Javi nái að gera svipaða hluti með Hetti og Ignacio náði að gera í fyrra.

Höttur hefur unnið bæði Fjarðabyggð og Hugin í Mjólkurbikarnum en fyrsti leikur liðsins í 2. deild verður Víði á heimavelli 5. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner