Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. maí 2015 20:30
Elvar Geir Magnússon
Carver: Ég vil þetta starf ennþá
Carver fagnar með Jonas Gutierrez.
Carver fagnar með Jonas Gutierrez.
Mynd: Getty Images
„Ég sagði strákunum að þetta yrði 90 mínútna rússíbanareið en þeir náðu að stilla spennustigið vel," segir John Carver, stjóri Newcastle.

Newcastle vann 2-0 sigur gegn West Ham í lokaumferðinni í dag og náði að bjarga sér frá falli.

„West Ham tefldi fram öflugu liði og við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Allt tímabilið hefur verið erfitt og sumar stundir hafa verið erfiðari en aðrar en ég kem sterkari út úr þessu."

„Þegar ég horfði í augu leikmanna fyrir leikinn sá ég að þeir voru tilbúnir. Allir leikmenn eiga hrós skilið. Við áttum ekki gott tímabil en ég ætla að njóta þessa augnabliks."

„Minn vilji er ennþá að vera áfram í þessu starfi. Ég elska félagið en ég veit að það er stórt sumar framundan. Við þurfum að fjárfesta. Ég vil sumar þar sem ég get fengið inn leikmennina sem ég vil fá."
Athugasemdir
banner
banner