Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. maí 2015 12:28
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Chelsea 
Drogba leikur sinn síðasta leik fyrir Chelsea í dag
Drogba kveður Chelsea í dag
Drogba kveður Chelsea í dag
Mynd: Getty Images
Didier Drogba mun leika sinn síðasta leik fyrir Chelsea í dag en þetta er staðfest í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins.

Drogba er goðsögn á Stamford Bridge en hann gekk aftur til liðs við félagið síðasta sumar eftir þriggja ára fjarveru þar sem hann lék í Kína og Tyrklandi.

Hann hefur verið í hlutverki varaskeifu á þessu tímabili en hefur fengið þónokkuð hlutverk vegna tíðra meiðsla Diego Costa.

„Ég vil spila eitt tímabil í viðbót hið minnsta og til að fá að spila meira finnst mér að ég verði að finna mér annað félag. Allir stuðningsmennirnir vita hversu mikið ég elska Chelsea og ég vonast til að koma aftur hingað í framtíðinni í öðru hlutverki",segir Drogba í yfirlýsingunni.

Chelsea mætir Sunderland í lokaumferð deildarinnar á Stamford Bridge í dag þar sem liðið mun taka á móti titlinum sem þeir tryggðu sér fyrir þónokkru síðan en munu um leið kveðja einn besta framherja í sögu félagsins.

Drogba er orðinn 37 ára en hann hefur skorað yfir 100 mörk fyrir Chelsea og var lykilmaður á uppgangsárum félagsins en það var einmitt núverandi stjóri, Jose Mourinho, sem fékk Drogba til Chelsea frá Marseille árið 2004.

Á heimasíðu Chelsea er Drogba þakkað fyrir vel unnin störf og sagt að hann sé velkominn á Stamford Bridge hvenær sem er en óvíst er hvað tekur við hjá Fílbeinsstrendingnum í sumar. Hann hefur verið orðaður við nokkur lið víða úr heiminum.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá lokaumferðinni
Athugasemdir
banner
banner