Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. maí 2015 14:54
Magnús Már Einarsson
Gylfi fékk frí í lokaumferðinni
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson fékk frí í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar Swansea mætti Crystal Palace.

Gylfi hefur verið að glíma við meiðsli í marga mánuði og hann fékk kærkomna hvíld í dag.

Það eykur líkurnar á að Gylfi verði í toppstandi þegar Ísland mætir Tékkum í leiknum mikilvæga í undankeppni EM þann 12. júní næstkomandi.

Gylfi nýtti tækifærið og skellti sér í golf í Bandaríkjunum með bróður sínum Ólafi Má Sigurðssyni.

Hér að neðan má sjá færslu sem Ólafur Már setti á Instagram í dag.

Þessi er ekki í liðinu í dag #florida #swansea #golf

A photo posted by Ólafur Már Sigurðsson (@olimargolf) on




Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá lokaumferðinni
Athugasemdir
banner
banner