banner
   sun 24. maí 2015 14:57
Arnar Geir Halldórsson
Ítalía: Luca Toni nálgast gullskóinn
Markavél
Markavél
Mynd: Getty Images
Sex leikjum er lokið í Serie A í dag en lokaumferðin þar í landi fer fram um næstu helgi.

Juventus er löngu búið að tryggja sér titilinn og það er ljóst hvaða lið munu falla. Þá eru evrópusætin nánast klár svo það er að litlu að keppa í þessum lokaumferðum.

Luca Toni er þó í hörkukeppni um gullskóinn og hann skoraði bæði mörk Hellas Verona í 2-2 jafntefli gegn Parma í dag. Þessi gamalreyndi markahrókur er þar með orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar með 21 mark, einu meira en Mauro Icardi og Carlos Tevez. Emil Hallfreðsson lék allan leikinn á miðju Hellas Verona.

Hörður Björgvin Magnússon sat allan tímann á varamannabekk Cesena þegar liðið tapaði fyrir Cagliari en þessi lið munu eigast við í Serie B á næsta tímabili.

Úrslit og markaskorarar dagsins.

Chievo 1 - 1 Atalanta
0-1 Alejandro Gomez ('49 )
1-1 Sergio Pellissier ('88 )

Cesena 0 - 1 Cagliari
0-1 Marco Sau ('90 )

Palermo 2 - 3 Fiorentina
0-1 Josip Ilicic ('23 )
1-1 Mato Jajalo ('26 )
1-2 Alberto Gilardino ('33 )
2-2 Luca Rigoni ('69 )
2-3 Marcos Alonso ('78 )

Parma 2 - 2 Verona
1-0 Antonio Nocerino ('21 )
2-0 Silvestre Varela ('36 )
2-1 Luca Toni ('42 )
2-2 Luca Toni ('80 , víti)

Empoli 1 - 1 Sampdoria
1-0 Manuel Pucciarelli ('57 )
1-1 Samuel Eto'o ('90 )

Udinese 0 - 1 Sassuolo
0-1 Francesco Magnanelli ('71 )
Rautt spjald:Guilherme, Udinese ('80)

Genoa 3 - 2 Inter (í gær)
0-1 Mauro Icardi
1-1 Leonardo Pavoletti
1-2 Rodrigo Palacio
2-2 Maxime Lestienne
3-2 Juraj Kucka
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner