sun 24. maí 2015 11:00
Arnar Geir Halldórsson
PSG búið að bjóða í Ronaldo
Powerade
Er besti leikmaður heims 2014 á leið til Parísar?
Er besti leikmaður heims 2014 á leið til Parísar?
Mynd: Getty Images
Næsti markvörður Man Utd?
Næsti markvörður Man Utd?
Mynd: Getty Images
Helstu deildum Evrópu er að ljúka þessa dagana og slúðrið er í algleymingi. BBC tók saman það helsta.



Paris St-Germain er búið að taka fram úr Man Utd í baráttunni um Cristiano Ronaldo með því að bjóða 88 milljónir punda í portúgalska snillinginn. (Marca)

Franska félagið er einnig að reyna að klófesta Angel Di Maria, leikmann Man Utd, og vonast til að fá hann á láni. (Sun)

Real Madrid hefur boðið Man Utd að fá landsliðsmarkmann Kosta Ríka, Keylor Navas, sem hluta af kaupverði David De Gea. (Sunday Express)

Liverpool er talið vilja fá 60 milljónir punda fyrir Raheem Sterling en Chelsea, Arsenal og Man City eru áhugasöm. (Mail on Sunday)

Liverpool undirbýr 30 milljón punda tilboð í belgíska framherjann Christian Benteke. (Sunday Times)

Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, er sannfærður um að Benteke verði áfram leikmaður Aston Villa á næsta tímabili. (Talksport)

Þá vonast Sherwood til að hafa betur í samkeppni við Newcastle og Liverpool um Micah Richards en samningur Richards við Man City rennur út í sumar. (Daily Star)

Charlie Austin, leikmaður QPR, er á óskalista Southampton en talið er að Dýrlingarnir séu tilbúnir að punga út 10 milljónum punda fyrir enska framherjann. (Sunday Mirror)

Sami Khedira vonast til að spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili og hefur kvatt stuðningsmenn Real Madrid. (Marca)


Athugasemdir
banner
banner
banner