Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. maí 2015 14:41
Arnar Geir Halldórsson
Real Madrid kaupir úrúgvæskt undrabarn
Heimsmeistararnir huga að framtíðinni
Heimsmeistararnir huga að framtíðinni
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur fest kaup á 17 ára úrúgvæskum sóknarmanni að nafni Federico Valverde.

Spænski risinn hafði betur í samkeppni við Arsenal, Chelsea og Barcelona sem reyndu öll að klófesta þennan efnilega leikmann.

Talið er að Real Madrid pungi út 5 milljónum evra til Penarol í Úrugvæ sem verður að teljast ansi hátt verð fyrir svo ungan leikmann.

Þrátt fyrir að hafa gengist undir læknisskoðun og gengið frá samningi við Real Madrid mun Valverde ekki flytjast til spænsku höfuðborgarinnar fyrr en næsta sumar.

Valverde er einn af fjölmörgu ungu leikmönnum sem Real Madrid hafa borgað þónokkrar fjárhæðir fyrir að undanförnu en fleiri dæmi um það eru til dæmis Martin Ödegaard og Marco Asensio.
Athugasemdir
banner
banner
banner