Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 24. maí 2015 16:42
Elvar Geir Magnússon
Rodgers: Vorum mjög mjög lélegir
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Liverpool urðu sér til skammar í lokaumferðinni í dag og töpuðu 6-1 fyrir Stoke. Margir stuðningsmenn liðsins kalla eftir því að stjórinn Brendan Rodgers verði látinn fara.

„Við gerðum of mörg mistök varnarlega og einstaklingsmistökin voru of mörg," sagði Rodgers eftir leik.

„Við vorum lagðir auðveldlega af velli og veittum ekki neina mótspyrnu. Við vorum mjög mjög lélegir í fyrri hálfleiknum."

„Það var orðið ljóst að við ættum mikið verk framundan í sumar og úrslitin í dag undirstrikar það."

„Við verðum að bæta okkur mikið. Við munum vinna sleitulaust að því að sýna betri frammistöðu næsta tímabil," sagði Rodgers en Liverpool hafnaði í sjötta sæti.

„Ég hef alltaf sagt að ef eigendurnir vilja mig burt þá mun ég fara. En ég tel að ég hafi enn mikið fram að færa hérna. Frammistaða eins og í dag hjálpar mér ekki og ég geri mér grein fyrir því."
Athugasemdir
banner
banner