sun 24. maí 2015 12:07
Arnar Geir Halldórsson
Tilfinningaþrungin kveðjustund Xavi á Nou Camp
#6raciesXavi
#6raciesXavi
Mynd: Getty Images
Spænski miðvallarsnillingurinn Xavi Hernandez lék sinn síðasta deildarleik fyrir Barcelona á Nou Camp í gær þegar Barcelona tók á móti Deportivo La Coruna.

Xavi var kvaddur með virktum enda fer þarna einn besti leikmaður í sögu félagsins.

Barcelona á þó einn leik eftir á tímabilinu á Nou Camp en liðið mætir Athletic Bilbao í bikarúrslitum þann 30.maí næstkomandi. Engu að síður var Xavi formlega kvaddur í leiknum í gær.

Hann átti erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum þegar tæplega 100 þúsund manns hylltu kappann að leik loknum.

Xavi var 11 ára gamall þegar hann gekk í raðir Barcelona og hefur leikið með liðinu alla tíð síðan. Á undanförnum árum hefur hann verið lykilmaður í gríðarlega sigursælu liði en hann hefur unnið 8 deildartitla og 3 meistaradeildartitla. Hann gæti bætt þeim fjórða við þann 6.júní næstkomandi.

Þá hefur Xavi verið potturinn og pannan í sigursælu liði Spánverja en hann var í liði Spánverja sem vann HM 2010 og EM 2008 og 2012

Hann hefur leikið yfir 800 leiki fyrir Barcelona og er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins en hann mun halda til Katar í sumar þar sem hann hefur gert þriggja ára samning við Al-Sadd.

Myndband af magnaðri kveðjustund Xavi má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner