Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 24. maí 2015 07:30
Stefán Haukur
Wilshere: Það væri sárt ef Arsenal myndi selja mig
Wilshere vill vera áfram hjá Arsenal.
Wilshere vill vera áfram hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere segir að það yrði sárt ef Arsenal tæki þá ákvörðun að láta hann fara í sumar en hann viðurkennir að hann sé ekki búinn að ræða framtíð sína hjá félaginu við Arsene Wenger.

Wilshere sneri aftur úr meiðslum eftir 13 leikja hlé þegar hann kom inná í 1-1 jafntefli á móti Manchester United.

Wilshere býst við því að vera áfram hjá Arsenal á næsta tímabili og segir hann að það væri erfitt að spila fyrir annað lið.

„Það væri sárt að vera seldur," sagði Wilshere í viðtali við Daily Mail. „Mig langar að vera áfram hjá Arsenal. Það væri sárt ef þeir myndu ekki vilja mig. Ég fór einu sinni til Bolton á láni og það var skrítið."

„Mér finnst ég vera tilbúinn að spila og það mun ekki breytast á næstunni. Ég vil spila eins mikið og ég get það sem eftir er tímabils og síðan þarf ég að bíða eftir næsta tímabili til að sjá hvað stjórinn vill frá mér."

„Það verða alltaf orðrómar og það er ekki hægt að gera neitt í því. Ég hef ekkert rætt við Wenger," bætti Wilshere við.

Athugasemdir
banner
banner