Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 24. maí 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 5. umferð: My man tekur bara markakónginn
Viðar Ari Jónsson (Fjölnir)
Viðar Ari fagnar í leiknum á sunnudag.
Viðar Ari fagnar í leiknum á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn við Víking Ó. var hrikalega solid hjá öllu liðinu fannst mér bæði í vörn og sókn," sagði VIðar Ari Jónsson við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 5. umferðar í Pepsi-deildinni.

Viðar Ari skoraði stórglæsilegt mark í leiknum og lagði einnig upp mark fyrir Gunnar Má Guðmundsson.

„Hlutirnir hjá mér persónulega voru að smella mjög vel saman og ganga vel upp og það var gott að leggja upp og skora," sagði Viðar Ari en hann viðurkennir að þetta hafi verið einn besti leikur ferilsins. „Hann er klárlega með þeim betri og stefni ég að sjálfsögðu að spila svona áfram og bæta enn meira ofan á frammistöðuna í síðasta leik."

Staðan á vellinum skiptir litlu máli
Viðar Ari hefur verið í hægri bakverði í sumar eftir að hafa spilað í vinstri bakverðinum í fyrra.

„Það skiptir mig litlu sem engu máli hvaða stöðu ég er settur í á vellinum, ég leysi þá stöðu sem Gústi (Ágúst Gylfason) biður mig um hvort sem það er hægri eða vinstri bakvörðinn eða kantmanninn," sagði Viðar sem var áður kantmaður.

„Það er bara gaman að fá að sýna betur hvað í mér býr varnarlega sem og sóknarlega. Góður nútíma bakvörður tekur þátt í nánast hverri einustu sókn og það er það sem ég er að gera."

Valur sýndi áhuga
Fjölnismenn eru með níu stig að loknum fimm umferðum í Pepsi-deildinni.

„Sumarið hefur farið þokkalega af stað fyrir okkur, en að sjálfsögðu eru nokkrir hlutir sem að mætti bæta. Við töpuðum gegn skaganum og fengum skell gegn FH en stigum upp í síðasta leik og sýndum hvað í okkur býr og að við erum ekki bara í þessari deild til að taka þátt heldur til að stefna hátt."

Valur sýndi Viðari Ara áhuga í vetur en á endanum ákvað hann að skrifa undir nýjan samning við Fjölni.

„Það var auðvitað gaman að heyra af áhuga frá öðrum liðum og þá sérstaklega stórum klúbb með mikla sögu eins og Val. Mér líður vel í Fjölni. Ég er að færa leik minn á hærra level og er lykilleikmaður í frábæru liði sem er að fara berjast í toppbáráttu."

Heldur með Íslandi á móti Ronaldo
Cristiano Ronaldo er í gífurlega miklu uppáhaldi hjá Viðari. Viðar er meðal annars með Ronaldo tattú. Hvort styður Viðar lið Íslands eða Ronaldo á EM í sumar?

„Auðvitað styð ég Ísland á EM. Það verður gaman að fylgjast með liðinu sem ég held að muni fara langt. Síðan tekur my man bara markakónginn," sagði Viðar léttur.

Sjá einnig:
Bestur í 4. umferð - Einar Hjörleifsson (Vikingur Ólafsvík)
Bestur í 3. umferð - Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Bestur í 2. umferð - Martin Lund Pedersen (Fjölnir)
Bestur í 1. umferð - Aron Bjarnason (ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner