þri 24. maí 2016 13:20
Elvar Geir Magnússon
Bestur í Inkasso: Svona tryggð ekki algeng
Leikmaður 3. umferðar - Jósef Kristinn Jósefsson (Grindavík)
Jósef átti frábæran leik gegn Leikni F.
Jósef átti frábæran leik gegn Leikni F.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jósef lék fyrst fyrir Grindavík 2006.
Jósef lék fyrst fyrir Grindavík 2006.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Vinstri bakvörðurinn Jósef Kristinn Jósefsson í Grindavík er leikmaður 3. umferðar Inkasso-deildarinnar, 1. deildar karla. Hann var andstæðingunum í Leikni Fáskrúðsfirði heldur betur erfiður í viðureign liðanna síðasta laugardag.

Jósef skoraði eitt af mörkum Grindavíkur í 5-0 sigri.

„Mér fannst við ekki sérstakir í fyrri hálfleik, við vorum á móti vindi og vorum hálfpartinn í vandræðum. Við skoruðum fyrsta markið úr víti og þá róaðist þetta út hálfleikinn. Svo kom annað markið snemma í seinni hállfeik, draumamark (Alexander Veigar Þórarinsson) af löngu færi. Við það gáfust Leiknismenn upp fannst mér og þetta var auðvelt eftir það," segir Jósef.

Geggjað að mæta Keflavík
Grindvíkingar byrja mótið af miklum krafti, eru á toppnum með fullt hús eftir þrjár fyrstu umferðirnar.

„Þetta er mjög góð byrjun. Þetta hafa líka verið erfiðir leikir. Haukar eru vel skipulagðir og svo er erfitt að fara á Seyðisfjörð, þeir eru kolbrjálaðir í skapinu. Mörg lið eiga eftir að ströggla á Seyðisfirði held ég. Það er mjög gott að vera með fullt hús og það verður geggjað að mæta Keflavík í næstu umferð."

Grannaslagur Keflavíkur og Grindavíkur verður á dagskrá á laugardaginn.

„Loksins. Maður er búinn að bíða lengi eftir þessum leik, hann hefði mátt vera í Pepsi ég skal viðurkenna það. Þetta verður mjög gaman," segir Jósef.

Getur Grindavík blandað sér af fullum krafti í baráttuna um að komast upp í Pepsi-deildina í sumar?

„Ég veit það ekki, það er erfitt að segja. Þetta verður mjög erfitt. Ef allir haldast heilir og menn verða eins glaðir á æfingum og þeir hafa verið undanfarið er allt hægt. Allir eru að hugsa um liðið og hvað er best fyrir heildina. Við fengum mjög rétta menn inn í liðið sem er mjög mikilvægt. Það er mjög góð stemning í hópnum."

Langar í Pepsi-deildina
Jósef hefur sýnt Grindavík mikla tryggð og ekki leikið fyrir annað félag hér á landi. Hefur hann aldrei verið nálægt því að fara í félag í Pepsi-deildinni?

„Nei, maður hefur hugsað út í Pepsi-deildina en ég held að það séu ekki margir á Íslandi sem hafa sýnt félaginu sínu svona tryggð eins og ég hef gert. Sumir vilja flakka og vera að elta hitt og þetta. Ég hef alltaf haldið mér í Grindavík og líkað mjög vel. Þeir hafa sýnt mér gott traust og ég hef gert það á móti. Ég hef alltaf bara skrifað undir nýjan samning rétt áður en sá gamli rennur út," segir Jósef.

Stefnir hann á Pepsi-deildina næsta ár?

„Það er allavega planið, mig langar það rosalega. Draumastaðan væri að fara upp í efstu deild með Grindavík. Það var rosalega pirrandi að við komumst ekki upp fyrsta tímabilið eftir að við féllum. Það var bara grátlegt. Í fyrra vorum við bara hreinlega lélegir."

Sjá einnig:
Bestur í 2. umferð - Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Bestur í 1. umferð - Stefán Ómar Magnússon (Huginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner